Lífið

Frjósamir Síberíutígrar

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Geispað framan í heiminn.
Geispað framan í heiminn. MYND/Lu Jinbo / AP

84 síberíutígrisunga hafa fæðst á ræktunarstöð í norðaustur-Kína síðan í mars. Síberíutígrar eru ein sjaldgæfasta dýrategund í heimi.

Liu Dan, starfsmaður Hengdaohezi rækunarstöðvarinnar sagði við Xinhua fréttastöðina að ungunum heilsaðist vel. Hann bætti við að þrettán kvendýr til viðbótar væru ungafullar og að þær myndu eiga á bilinu 20-30 unga fyrir október.

Talið er að villtir síberíutígrar séu færri en 400 talsins. Um tuttugu þeirra eru í Kína, en afgangurinn í Rússlandi.

Síberíutígrar eru stærsta tígristegundin og verða allt að 270 kílóum að þyngd. Þeir eru vinsæl bráð veiðiþjófa, sem selja feldi þeirra og bein til notkunar í kínversk náttúrulyf.

Ræktunarstöðin hyggst þjálfa nokkra af ungunum til að komast af út í nátturunni, og sleppa þeim síðar meir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.