Innlent

Vegabætur draga úr slysum

Tveir Íslendingar hafa látist í bílslysum á þessu ári. Á sama tíma í fyrra höfðu sjö látist í umferðarslysum. Lögregla telur að vegabætur hafi dregið úr slysum.

Lögregla telur að hærri sektir vegna hraðaksturs muni skila sér fljótlega og draga verulega úr alvarlegum umferðarslysum. Sjálfvirkar hraðamælingar víða um land sýna þó að hraði er enn allt of hár.

Í framhaldi af breyttum sektarúrræðum er ljóst að þeir sem fara of geyst á þjóðvegunum eiga ekki eins auðvelt með að staðgreiða sektirnar í lögreglubílnum og áður því fari ökumaður lítillega yfir 110 km hraða þarf hann að greiða 50 þúsund króna sekt.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, telur að þessi sektarákvæði eigi eftir að skila árangri. Hann segir að hlutur vegabóta vegi einnig þungt í að draga úr slysum í umferðinni. Oddur telur að víravegrið á Hellisheiði, sem vélhjólamenn hafa kvartað yfir, hafi sannað tilverurétt sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×