Innlent

Geir sýnilegastur

Geir er sýnilegasti ráðherrann samkvæmt Fjölmiðlavaktinni.
Geir er sýnilegasti ráðherrann samkvæmt Fjölmiðlavaktinni.

Á tímabilinu 1. janúar - 24. maí síðastliðinn mældist Geir H. Haarde með mestu virknina í fréttum ljósvakamiðla en Geir hafði áður ekki mælst neitt sérstaklega sýnilegur sem viðmælandi í fréttum. Þannig sýndu niðurstöður síðustu mælingar að Geir kom aðeins fram sem viðmælandi í 26% þeirra frétta sem tengdust honum eða hans ráðuneyti. Til samanburðar hafði forveri hans, Halldór Ásgrímsson mælst með um og yfir 40% virkni sem viðmælandi.

Niðurstöður nú sýna hins vegar að Geir H. Haarde kom fram sem viðmælandi í ríflega 47% þeirra frétta sem tengdust honum eða hans ráðuneyti en næstir á eftir mælast Einar Kr. Guðfinnsson Sjávarútvegsráðherra í öðru sæti og því þriðja Jón Sigurðsson fyrrverandi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Þeir ráðherrar sem mældust með minnstu virknina voru Jónína Bjartmarz fyrrverandi umhverfisráðherra, en hún var viðmælandi í tæp 15% þeirra frétta sem fjölluðu um hana eða hennar ráðuneyti og síðan Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra sem var viðmælandi í tæp 17% tilvika. Meðaltalsvirkni ráðherra er hins vegar tæp 32%, þ.e. ráðherrar eru viðmælendur í ríflega 1/3 þeirra frétta sem snúa að þeim eða þeirra ráðuneyti.

Fjölmiðlavaktin ehf. gerir útttekt á virkni ráðherra og skoðar þá hve oft ráðherrar birtast sem viðmælendur ljósvakafrétta í fréttum um þá eða þeirra ráðuneyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×