Innlent

Ölvaður ökumaður með barn í bílnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Ökumaður var stöðvaður fyrir meinta ölvun við akstur á Ísafirði. Sá var stöðvaður um fjögurleytið á föstudeginum og var þá að koma frá því að sækja barn sitt á leikskólann.

Tilkynnt var um tvö umferðaróhöpp á Vestfjörðum í liðinni viku.  Annað var árekstur innanbæjar á Ísafirði en í hinu tilvikinu valt bifreið út af veginum til Bíldudals. Kona og tvö börn voru þar innanborðs og voru þau flutt til læknisskoðunar en í ljós kom að þau höfðu sloppu án teljandi  meiðsla. Bifreiðin var flutt með kranabíl af vettvangi.

Þá kærði lögreglan á Vestfjörðum 10 ökumenn fyrir of hraðan akstur í liðinni viku.  Sá sem hraðast ók var stöðvaður í Staðardal af lögreglumönnum frá Hólmavík. Sá var mældur á 168 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Með breyttri reglugerð um sektir og önnur viðurlög sem tók gildi um síðastliðin mánaðarmót er sekt vegna þessa 150 þúsund krónur og 3 mánaða svipting ökuréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×