Innlent

Sæbraut enn lokuð vegna umferðarslyss

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ Friðrik

Sæbraut er enn lokuð til suðurs frá Kleppsmýrarvegi að Miklubraut vegna umferðarslyss, sem varð þegar steypubíll valt í morgun. Mun lokunin standa til hádegis. Umferð er beint annað.

 

MYND/Friðrik

 

Slysið varð með þeim hætti að steypubíll valt. Ökumaður var einn í bifreiðinni. Hann er ekki meiddur.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna biðlund á meðan aðgerðum stendur en lögregla mun aflétta lokunum eins fljótt og hægt er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×