Mannréttindi og utanríkismál 20. apríl 2007 05:00 Alþjóðleg ráðstefna um mannréttindasamninga Sameinuðu þjóðanna var haldin í Norræna húsinu mánudaginn 2. apríl. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra gerði grein fyrir afstöðu stjórnvalda í erindi við upphaf ráðstefnunnar þar sem hún lagði áherslu á að auka þyrfti virðingu fólks fyrir mannréttindum, málefni sem væri í hjarta utanríkisstefnu landsins. Valgerður gerði ofbeldi gegn konum og börnum að umtalsefni og sagði útrýmingu þess áfanga á leið okkar til jafnréttis, þróunar og friðar. Hún taldi sömuleiðis ljóst að Ísland myndi halda áfram að stuðla að og auka virðingu fyrir mannréttindum, enda hornsteinn utanríkisstefnunnar. (Sjá grein Andra Karls, Morgunblaðinu 3. apríl síðastliðinn.) Skilaboð utanríkisráðherra eru skýr og bera vott um góðan vilja hennar og utanríkisráðuneytisins, fyrirheit og trú á framlag Íslendinga á sviði mannréttindamála á alþjóðavettvangi. Góður vilji er hins vegar aðeins byrjunarreitur í átt til réttlætis og hefur litla þýðingu ef staðfestu og hugrekki skortir. Ásetningi utanríkisráðuneytisins að auka virðingu fyrir mannréttindum þarf að fylgja staðfesta ef standa á vörð um þessi réttlætismál í samskiptum við aðrar þjóðir og hugrekki til að gagnrýna opinberlega alvarlega glæpi gegn einstaklingum, þjóðum og mannkyni. Í samskiptum íslenskra yfirvalda og stærri þjóða hefur „góður vilji“ í mannréttindamálum því miður ekki alltaf mátt sín mikils, ekki síst þegar viðskiptahagsmunir hafa verið í sjónmáli. Rökin fyrir því að stefna að ábatasömum viðskiptum við þjóð þar sem yfirvaldið brýtur gróflega réttindi þegna sinna hafa meðal annars verið þau að slíkt geti stuðlað að opnara hagkerfi í viðkomandi landi sem muni á endanum eiga þátt í því að brjóta hvers konar óréttlæti á bak aftur. En staðreyndir tala líka sínu máli. Um þessar mundir eru ólýðræðislega kjörnir fulltrúar stærstu þjóðar heims, þar sem mannréttindi eru virt að vettugi, þrátt fyrir að fulltrúar hennar sitji í sjálfu öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að undirbúa mesta íþróttaviðburð sögunnar. Alþjóðleg ólympíunefnd vonaðist til að leikarnir og öll sú uppbygging sem þeim fylgja hefðu jákvæð áhrif og myndu styrkja stöðu mannréttindamála í landinu. Skýrsla Amnesty International sýnir fram á hið gagnstæða: „Brotum á fólki fjölgar í Kína“ og stjórnvöld nota leikana, sem haldnir eru í anda friðar og réttlætis, „sem afsökun til þess að traðka á réttindum fólks í nafni allsherjarreglu“. Ríkisstjórn Íslands, þar á meðal utanríkisráðherra, notaði einnig „allsherjarreglu“ sem átyllu, sumarið 2002. Það sumar voru mannréttindi ekki dýpst í hjarta utanríkisstefnu stjórnvalda þegar lýðræðislega varin réttindi voru brotin á fjölda fólks sem hingað kom, (eða reyndi að koma áður en það var stöðvað), til að mótmæla með löglegum hætti þeirri harðstjórn sem hér hefur verið nefnd. Í ljósi þeirra leiðu mistaka annars vegar og orða utanríkisráðherra á hátíðarráðstefnu í Norræna húsinu sem er vitnað til hér að ofan hins vegar væru stjórnvöld og utanríkisráðherra menn og konur að meiri ef þau sýndu Íslendingum og alþjóðasamfélaginu viljann um aukna virðingu fyrir grunnréttindum fólks í verki. Opinber fordæming á illri meðferð, misþyrmingum og morðum á körlum, konum og börnum í Alþýðulýðveldinu Kína gæti á sama tíma „leiðrétt“ sögulega svínbeygingu kínversks harðstjóra á velvilja utanríkisráðuneytisins og ríkisstjórnar Íslands í mannréttindamálum, sumarið 2002. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðleg ráðstefna um mannréttindasamninga Sameinuðu þjóðanna var haldin í Norræna húsinu mánudaginn 2. apríl. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra gerði grein fyrir afstöðu stjórnvalda í erindi við upphaf ráðstefnunnar þar sem hún lagði áherslu á að auka þyrfti virðingu fólks fyrir mannréttindum, málefni sem væri í hjarta utanríkisstefnu landsins. Valgerður gerði ofbeldi gegn konum og börnum að umtalsefni og sagði útrýmingu þess áfanga á leið okkar til jafnréttis, þróunar og friðar. Hún taldi sömuleiðis ljóst að Ísland myndi halda áfram að stuðla að og auka virðingu fyrir mannréttindum, enda hornsteinn utanríkisstefnunnar. (Sjá grein Andra Karls, Morgunblaðinu 3. apríl síðastliðinn.) Skilaboð utanríkisráðherra eru skýr og bera vott um góðan vilja hennar og utanríkisráðuneytisins, fyrirheit og trú á framlag Íslendinga á sviði mannréttindamála á alþjóðavettvangi. Góður vilji er hins vegar aðeins byrjunarreitur í átt til réttlætis og hefur litla þýðingu ef staðfestu og hugrekki skortir. Ásetningi utanríkisráðuneytisins að auka virðingu fyrir mannréttindum þarf að fylgja staðfesta ef standa á vörð um þessi réttlætismál í samskiptum við aðrar þjóðir og hugrekki til að gagnrýna opinberlega alvarlega glæpi gegn einstaklingum, þjóðum og mannkyni. Í samskiptum íslenskra yfirvalda og stærri þjóða hefur „góður vilji“ í mannréttindamálum því miður ekki alltaf mátt sín mikils, ekki síst þegar viðskiptahagsmunir hafa verið í sjónmáli. Rökin fyrir því að stefna að ábatasömum viðskiptum við þjóð þar sem yfirvaldið brýtur gróflega réttindi þegna sinna hafa meðal annars verið þau að slíkt geti stuðlað að opnara hagkerfi í viðkomandi landi sem muni á endanum eiga þátt í því að brjóta hvers konar óréttlæti á bak aftur. En staðreyndir tala líka sínu máli. Um þessar mundir eru ólýðræðislega kjörnir fulltrúar stærstu þjóðar heims, þar sem mannréttindi eru virt að vettugi, þrátt fyrir að fulltrúar hennar sitji í sjálfu öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að undirbúa mesta íþróttaviðburð sögunnar. Alþjóðleg ólympíunefnd vonaðist til að leikarnir og öll sú uppbygging sem þeim fylgja hefðu jákvæð áhrif og myndu styrkja stöðu mannréttindamála í landinu. Skýrsla Amnesty International sýnir fram á hið gagnstæða: „Brotum á fólki fjölgar í Kína“ og stjórnvöld nota leikana, sem haldnir eru í anda friðar og réttlætis, „sem afsökun til þess að traðka á réttindum fólks í nafni allsherjarreglu“. Ríkisstjórn Íslands, þar á meðal utanríkisráðherra, notaði einnig „allsherjarreglu“ sem átyllu, sumarið 2002. Það sumar voru mannréttindi ekki dýpst í hjarta utanríkisstefnu stjórnvalda þegar lýðræðislega varin réttindi voru brotin á fjölda fólks sem hingað kom, (eða reyndi að koma áður en það var stöðvað), til að mótmæla með löglegum hætti þeirri harðstjórn sem hér hefur verið nefnd. Í ljósi þeirra leiðu mistaka annars vegar og orða utanríkisráðherra á hátíðarráðstefnu í Norræna húsinu sem er vitnað til hér að ofan hins vegar væru stjórnvöld og utanríkisráðherra menn og konur að meiri ef þau sýndu Íslendingum og alþjóðasamfélaginu viljann um aukna virðingu fyrir grunnréttindum fólks í verki. Opinber fordæming á illri meðferð, misþyrmingum og morðum á körlum, konum og börnum í Alþýðulýðveldinu Kína gæti á sama tíma „leiðrétt“ sögulega svínbeygingu kínversks harðstjóra á velvilja utanríkisráðuneytisins og ríkisstjórnar Íslands í mannréttindamálum, sumarið 2002. Höfundur er kennari.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun