Lífið

Lohan ákærð fyrir að aka undir áhrifum

MYND/AFP

Ungstirnið Lindsey Lohan hefur fetað í fótspor vinkonu sinnar Parísar Hilton og verið ákærð fyrir að aka undir áhrifum. Hún lenti í óhappi á sportbílnum sínum á Sunset Boulevard Í Los Angeles og þegar lögregla kom á staðinn fannst efni í bíl hennar sem talið er vera kókaín.

Hún verður því kærð fyrir að aka undir áhrifum efna, en París Hilton var á dögunum dæmd í fangelsi fyrir að keyra próflaus í sömu borg. Lohan segist ekki ætla að mæta fyrir dómara til að svara til saka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.