Innlent

Ráðuneyti sameinuð, en þó ekki að öllu leyti

Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra segir að sameining ráðuneytanna tveggja sé fyrirhuguð á kjörtímabilinu en þó ekki að öllu leyti. Hugmyndir séu um að allur skólaþáttur landbúnaðarráðuneytisins færist yfir til menntamálaráðuneytisins og skógrækt og landgræðsla verði færð annað.

Ný ríkisstjórn var skipuð í síðustu viku og var lítil sem engin breyting á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins fyrir utan að Sturla Böðvarsson lét af embætti samgönguráðherra og verður forseti Alþingis og Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti heilbrigðisráðherra. Einar K. Guðfinnsson varð hins vegar sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra.

Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á endurskoðun landbúnaðarkerfisins með það fyrir augum að auka frelsi, bæta stöðu bænda og lækka verð til neytenda. Einar segir að skipulagi á stjórnaráðinu verði breytt fljótlega á kjörtímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×