Enski boltinn

Sissoko ósáttur við hlutskipti sitt hjá Liverpool

NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Momo Sissoko hefur hótað að fara frá Liverpool ef hann fær ekki fast sæti í byrjunarliðinu. Sissoko missti sæti sitt í liðinu undir lok tímabilsins í hendur Argentínumannsins Javier Mascherano og hann er ekki sáttur við þá þróun mála.

"Knattspyrnustjórinn velur auðvitað liðið og ég verð að sætta mig við það þegar hann velur það lið sem hann telur líklegast til að ná góðum úrslitum hverju sinni. Fyrst var ég alltaf í byrjunarliðinu en svo gerðist það aftur og aftur að ég var ekki inni í myndinni. Það er ekki gott og þegar maður er svona ungur vill maður auðvitað spila hverja einustu mínútu. Ég reyni alltaf að leggja mig allan fram á æfingum til að sýna stjóranum að ég eigi heima í liðinu. Stundum er ég þolinmóður og stundum ekki," sagði Sissoko í samtali við The Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×