Innlent

Fundu ætluð fíkniefni á tvítugum pilti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók um helgina um tvítugan pilt eftir að á honum fundust ætluð fíkniefni. Efnið var í neysluskömmtum en á heimili piltsins fannst dálítið af fjármunum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu komu fleiri fíkniefnamál til kasta lögreglunnar um helgina. Á föstudagskvöldið hafði lögreglan afskipti af karlmanni á sextugsaldri í miðborginni en sá er grunaður um fíkniefnamisferli. Daginn eftir fannst svo lítilræði af fíkniefnum í íbúð í sama hverfi.

Í fyrranótt var svo karlmaður á þrítugsaldri handtekinn í miðborginni eftir að hann hafði ógnað gestum á skemmtistað. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð en í fórum hans fundust ætluð fíkniefni.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×