Íbúar við Njálsgötu hóta lögbanni og málsókn á hendur borginni Höskuldur Kári Schram skrifar 11. júní 2007 13:43 Íbúar við Njálsgötu vilja ekki fá heimili fyrir heimilislausa í götuna. MYND/AB Starfsmenn Velferðarsviðs stóðu ófaglega að vali á húsnæði þegar þeir ákváðu að opna heimili fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74 í Reykjavík að mati íbúa í hverfinu. Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funduðu í síðustu viku en þar mótmæltu íbúar harðlega fyrirhugaðri opnun heimilisins. Hóta þeir nú lögbanni og málsókn á hendur borginni náist ekki sátt í málinu. „Fólk er byrjað að flýja hverfið vegna þessa," sagði Pétur Gauti Svavarsson, íbúi við Njálsgötu, í samtali við Vísi. Það verður að stoppa hér. Hverfið þolir ekki fleiri óreglumenn." Íbúar mótmæla Velferðarsvið borgarinnar undirbýr nú opnun á heimili fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74 í miðbæ Reykjavíkur. Ekki eru allir Íbúar á svæðinu hlynntir þessum rekstri og hafa þeir lagt fram formleg mótmæli til borgaryfirvalda. Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funduðu á fimmtudaginn í síðustu viku og þar lögðu íbúar meðal annars fram undirskriftarlista með nöfnum 127 íbúa á svæðinu þar sem heimilinu er mótmælt. Ennfremur lögðu fulltrúar íbúa fram minnisblað frá lögmannsskrifstofunni Lex þar sem því er meðal annars haldið fram að borgin þurfi að fara með starfsemi heimilisins í grenndarkynningu. Lögðu fram sáttatillögu Á fundinum lögðu fulltrúar Velferðarsviðs fram sáttatillögu sem fól meðal annars í sér breytingar á fyrirhuguðum rekstri heimilisins. Þannig á að fækka liðsmönnum úr tíu í átta. Öryggismyndavélum mun verða komið upp í götunni og sérstakur starfsmaður hafður til að leita að sprautum og öll löggæsla í hverfinu efld. Þessu höfnuðu fulltrúar íbúa. Fullkomlega óásættanlegt Pétur segir sáttatillöguna sýna, svo ekki verð um villst, að hér sé um annars konar rekstur að ræða en bara heimili. „Þetta hljómar eins og við séum að fá fangelsi í götuna. Þetta er fullkomlega óásættanlegt fyrir íbúa og sýnir með skýrum hætti að hér er um stofnun að ræða en ekki heimili. Fólk vill ekki búa með börnum sínum í svona umhverfi." Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funda aftur í næstu viku. Pétur segir það ósk íbúa að sátt náist í málinu. „Náist ekki sátt munum við biðja um lögbann á þessari starfsemi og fara í mál við borgina. Í okkar hugum hafa starfsmenn Velferðarsviðs staðið mjög ófaglega að málum. Bæði í vali á húsnæði sem og í samskiptum sínum við íbúa á svæðinu." Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Starfsmenn Velferðarsviðs stóðu ófaglega að vali á húsnæði þegar þeir ákváðu að opna heimili fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74 í Reykjavík að mati íbúa í hverfinu. Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funduðu í síðustu viku en þar mótmæltu íbúar harðlega fyrirhugaðri opnun heimilisins. Hóta þeir nú lögbanni og málsókn á hendur borginni náist ekki sátt í málinu. „Fólk er byrjað að flýja hverfið vegna þessa," sagði Pétur Gauti Svavarsson, íbúi við Njálsgötu, í samtali við Vísi. Það verður að stoppa hér. Hverfið þolir ekki fleiri óreglumenn." Íbúar mótmæla Velferðarsvið borgarinnar undirbýr nú opnun á heimili fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74 í miðbæ Reykjavíkur. Ekki eru allir Íbúar á svæðinu hlynntir þessum rekstri og hafa þeir lagt fram formleg mótmæli til borgaryfirvalda. Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funduðu á fimmtudaginn í síðustu viku og þar lögðu íbúar meðal annars fram undirskriftarlista með nöfnum 127 íbúa á svæðinu þar sem heimilinu er mótmælt. Ennfremur lögðu fulltrúar íbúa fram minnisblað frá lögmannsskrifstofunni Lex þar sem því er meðal annars haldið fram að borgin þurfi að fara með starfsemi heimilisins í grenndarkynningu. Lögðu fram sáttatillögu Á fundinum lögðu fulltrúar Velferðarsviðs fram sáttatillögu sem fól meðal annars í sér breytingar á fyrirhuguðum rekstri heimilisins. Þannig á að fækka liðsmönnum úr tíu í átta. Öryggismyndavélum mun verða komið upp í götunni og sérstakur starfsmaður hafður til að leita að sprautum og öll löggæsla í hverfinu efld. Þessu höfnuðu fulltrúar íbúa. Fullkomlega óásættanlegt Pétur segir sáttatillöguna sýna, svo ekki verð um villst, að hér sé um annars konar rekstur að ræða en bara heimili. „Þetta hljómar eins og við séum að fá fangelsi í götuna. Þetta er fullkomlega óásættanlegt fyrir íbúa og sýnir með skýrum hætti að hér er um stofnun að ræða en ekki heimili. Fólk vill ekki búa með börnum sínum í svona umhverfi." Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funda aftur í næstu viku. Pétur segir það ósk íbúa að sátt náist í málinu. „Náist ekki sátt munum við biðja um lögbann á þessari starfsemi og fara í mál við borgina. Í okkar hugum hafa starfsmenn Velferðarsviðs staðið mjög ófaglega að málum. Bæði í vali á húsnæði sem og í samskiptum sínum við íbúa á svæðinu."
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira