Íbúar við Njálsgötu hóta lögbanni og málsókn á hendur borginni Höskuldur Kári Schram skrifar 11. júní 2007 13:43 Íbúar við Njálsgötu vilja ekki fá heimili fyrir heimilislausa í götuna. MYND/AB Starfsmenn Velferðarsviðs stóðu ófaglega að vali á húsnæði þegar þeir ákváðu að opna heimili fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74 í Reykjavík að mati íbúa í hverfinu. Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funduðu í síðustu viku en þar mótmæltu íbúar harðlega fyrirhugaðri opnun heimilisins. Hóta þeir nú lögbanni og málsókn á hendur borginni náist ekki sátt í málinu. „Fólk er byrjað að flýja hverfið vegna þessa," sagði Pétur Gauti Svavarsson, íbúi við Njálsgötu, í samtali við Vísi. Það verður að stoppa hér. Hverfið þolir ekki fleiri óreglumenn." Íbúar mótmæla Velferðarsvið borgarinnar undirbýr nú opnun á heimili fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74 í miðbæ Reykjavíkur. Ekki eru allir Íbúar á svæðinu hlynntir þessum rekstri og hafa þeir lagt fram formleg mótmæli til borgaryfirvalda. Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funduðu á fimmtudaginn í síðustu viku og þar lögðu íbúar meðal annars fram undirskriftarlista með nöfnum 127 íbúa á svæðinu þar sem heimilinu er mótmælt. Ennfremur lögðu fulltrúar íbúa fram minnisblað frá lögmannsskrifstofunni Lex þar sem því er meðal annars haldið fram að borgin þurfi að fara með starfsemi heimilisins í grenndarkynningu. Lögðu fram sáttatillögu Á fundinum lögðu fulltrúar Velferðarsviðs fram sáttatillögu sem fól meðal annars í sér breytingar á fyrirhuguðum rekstri heimilisins. Þannig á að fækka liðsmönnum úr tíu í átta. Öryggismyndavélum mun verða komið upp í götunni og sérstakur starfsmaður hafður til að leita að sprautum og öll löggæsla í hverfinu efld. Þessu höfnuðu fulltrúar íbúa. Fullkomlega óásættanlegt Pétur segir sáttatillöguna sýna, svo ekki verð um villst, að hér sé um annars konar rekstur að ræða en bara heimili. „Þetta hljómar eins og við séum að fá fangelsi í götuna. Þetta er fullkomlega óásættanlegt fyrir íbúa og sýnir með skýrum hætti að hér er um stofnun að ræða en ekki heimili. Fólk vill ekki búa með börnum sínum í svona umhverfi." Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funda aftur í næstu viku. Pétur segir það ósk íbúa að sátt náist í málinu. „Náist ekki sátt munum við biðja um lögbann á þessari starfsemi og fara í mál við borgina. Í okkar hugum hafa starfsmenn Velferðarsviðs staðið mjög ófaglega að málum. Bæði í vali á húsnæði sem og í samskiptum sínum við íbúa á svæðinu." Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Starfsmenn Velferðarsviðs stóðu ófaglega að vali á húsnæði þegar þeir ákváðu að opna heimili fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74 í Reykjavík að mati íbúa í hverfinu. Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funduðu í síðustu viku en þar mótmæltu íbúar harðlega fyrirhugaðri opnun heimilisins. Hóta þeir nú lögbanni og málsókn á hendur borginni náist ekki sátt í málinu. „Fólk er byrjað að flýja hverfið vegna þessa," sagði Pétur Gauti Svavarsson, íbúi við Njálsgötu, í samtali við Vísi. Það verður að stoppa hér. Hverfið þolir ekki fleiri óreglumenn." Íbúar mótmæla Velferðarsvið borgarinnar undirbýr nú opnun á heimili fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74 í miðbæ Reykjavíkur. Ekki eru allir Íbúar á svæðinu hlynntir þessum rekstri og hafa þeir lagt fram formleg mótmæli til borgaryfirvalda. Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funduðu á fimmtudaginn í síðustu viku og þar lögðu íbúar meðal annars fram undirskriftarlista með nöfnum 127 íbúa á svæðinu þar sem heimilinu er mótmælt. Ennfremur lögðu fulltrúar íbúa fram minnisblað frá lögmannsskrifstofunni Lex þar sem því er meðal annars haldið fram að borgin þurfi að fara með starfsemi heimilisins í grenndarkynningu. Lögðu fram sáttatillögu Á fundinum lögðu fulltrúar Velferðarsviðs fram sáttatillögu sem fól meðal annars í sér breytingar á fyrirhuguðum rekstri heimilisins. Þannig á að fækka liðsmönnum úr tíu í átta. Öryggismyndavélum mun verða komið upp í götunni og sérstakur starfsmaður hafður til að leita að sprautum og öll löggæsla í hverfinu efld. Þessu höfnuðu fulltrúar íbúa. Fullkomlega óásættanlegt Pétur segir sáttatillöguna sýna, svo ekki verð um villst, að hér sé um annars konar rekstur að ræða en bara heimili. „Þetta hljómar eins og við séum að fá fangelsi í götuna. Þetta er fullkomlega óásættanlegt fyrir íbúa og sýnir með skýrum hætti að hér er um stofnun að ræða en ekki heimili. Fólk vill ekki búa með börnum sínum í svona umhverfi." Fulltrúar Velferðarsviðs og íbúa funda aftur í næstu viku. Pétur segir það ósk íbúa að sátt náist í málinu. „Náist ekki sátt munum við biðja um lögbann á þessari starfsemi og fara í mál við borgina. Í okkar hugum hafa starfsmenn Velferðarsviðs staðið mjög ófaglega að málum. Bæði í vali á húsnæði sem og í samskiptum sínum við íbúa á svæðinu."
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira