Innlent

Ostainnflytjendur vilja afnema innflutningskvóta

Innflytjendur á ostum eru afar ósáttir með þau höft sem eru á innflutningi á þessari afurð og skora á nýjan landbúnaðarráðherra að breyta lögum. Þeir vilja innflutningskvótana burt.

Innflytjendur á ostum telja að höft á innflutningi á þessari vöru séu afar forneskjuleg aðferð til að stýra neyslunni sem bitni einna helst á neytendum. Þetta eigi ekki síst við í þeim tilvikum þar sem um er að ræða þær tegundir af osti sem sé ekki framleiddar hér á landi.

Frestur til að senda inn tilboð í tollkvóta vegna innflutnings á osti fyrir tímabilið frá 1 júlí næstkomandi til 30. júní á næsta ári rann út á föstudag. Tollkvótarnir núna eru tilkomnir vegna landbúnaðarsamnings alþjóðlegu viðskiptastofnunarinnar, VTO, en 150 ríki eiga að henni aðild. Um er að ræða kvóta vegna innflutnings á rösklega 100 tonnum af erlendum osti.

Innflytjendur á ostum, sem Stöð 2 ræddi við í dag, eru á einu máli um að áhugi Íslendinga hafi vaxið jafnt og þétt á erlendum hágæðaosti á síðustu misserum. Það er samdóma álit þeirra að innflutningur á slíkum ostum skili sér í auknum áhuga á innlenndri framleiðslu. Bætt erlent framboð auki því neysluna á íslenskum osti.

Í útboði á tollkvótum í fyrra var meðalverðið 293 krónur á kíló sem leggst þannig ofan á hvert kíló í smásölu. Þetta segir Rúnar Gíslason, matreiðslumeistari, sem selt hefur erlenda osta árum saman, algerlega óásættanlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×