Lífið

Viktoría Beckham í gestahlutverki í Ugly Betty?

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Það eru stílistar í vinnu hjá þættinum sem forða henni kannski frá slysum eins og þessu.
Það eru stílistar í vinnu hjá þættinum sem forða henni kannski frá slysum eins og þessu.

Victoriu Beckham þarf ekki að leiðast þegar hún líkur tónleikaferðalaginu með Spice Girls. Sögusagnir ganga nú um að Snobb kryddið muni leika sjálfa sig í Ugly Betty sjónvarpsþættinum.

Eric Mabius, sem leikur ritstjóra Mode tímaritsins í þáttunum lét það leka um daginn að yfirmenn hans væru í viðræðum við frú Beckham um að taka að sér gestahlutverk í þættinum.

,,Viktoría hefur áhuga, og við líka. Ég held það væri mjög viðeigandi að hún tæki að sér gestahlutverk núna þegar hún er að verða fræg í Bandaríkjunum.

Kryddpíunni er mikið í mun að verða þekkt í Bandaríkjunum, og vonast til að þáttaka hennar í þættinum auki frægð hennar vestra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.