Lífið

Kryddpíurnar saman á ný - tilkynna tónleikaferð

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Kryddpíurnar geisluðu í myndatökunni á fundinum í dag
Kryddpíurnar geisluðu í myndatökunni á fundinum í dag

Kryddpíurnar tilkynntu á blaðamannafundi í London fyrir skemmstu að þær hyggðust taka saman á ný og færu í tónleikaferðalag í desember.

,,Hæ allir!! Við erum komnar aftur!! Trúið þið þessu!!?" sögðu píurnar á heimasíðu sinni í kjölfar fundarins í dag.

Sveitin hefur ekki komið fram fullskipuð frá því Geri Halliwell yfirgaf sveitina árið 1998. ,,Fyrir okkur snýst þetta um að heiðra fortíðina, njóta félagsskapar hverrar annarar og um aðdáendur okkar. Þetta var tímabært" sagði Halliwell við BBC.

Tónleikaferðalagið hefst í Los Angeles í desember, þá spila þær í Las Vegas, New York, London, Köln, Madríd, Peking, Hong Kong, Sydney, Höfðaborg og Buenos Aires.

Kryddpíurnar gáfu út sína fyrstu plötu árið 1996 og nutu mikilla vinsælda fram undir lok síðustu aldar. Geri Halliwell yfirgaf sveitina árið 1998 og tveimur árum síðar hætti hún endanlega. Allar reyndu þær í kjölfarið við sóloferil með misjöfnum árangri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.