Lífið

Svaf á skrifstofunni til að spara pening

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Blankur starfsmaður British Airways svaf í skáp á skrifstofunni í tæpa átta mánuði.

Hinn þrítugi Stephen McNally faldi sig á milli ljósritunarvéla og tölva til að forðast öryggisverði í þjónustuverinu þar sem hann vann í Newcastle á Bretlandi.

Maðurinn, sem þénar um 2,2 milljónir króna á ári, sótti sér kvöldmat í sjálfsala á skrifstofunni og horfði á sjónvarp á kaffistofunni áður en hann fór að sofa.

Samstarfsmenn mannsins komust á snoðir um málið þegar þeir tóku eftir því að hann lyktaði illa og öryggisverðir fundu matarleyfar eftir manninn inni í skápnum.

,,Hann skildi aldrei eftir teppi eða neitt svoleiðis og það voru í raun engin merki um að hann svæfi í skápnum. Það er ótrúlegt að hann hafi komist upp með þetta svona lengi." sagði samstarfsmaður mannsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.