Lífið

Heitt í Fótógrafí

Laugardaginn 30. júní frá 12 til 18 verður opnuð sýning á Afríkumyndum Páls Stefánssonar ljósmyndara í ljósmyndagalleríinu Fótógrafí Skólavörðustíg 4a. Páll kýs að kalla sýninguna ,,Heitt".

Þegar minnst er á Afríku, kemur upp mynd af styrjöldum, hungursneið, fátækt, og flóttamönnum en Afríka er líka heimsálfa fegurðar og vonar, heimsálfa framtiðar. Suður Afríka verður gestgjafi næstu heimsmeistarakeppni í fótbolta árið 2010. Páll er að vinna bók um Afríku, bók sem gefur jákvæða mynd af þessari heimsálfu þar sem knattspyrnan er í fókus. Fótbolti og aftur fótbolti, úti á götu, á akrinum og skóginum.

Páll hefur margoft komið til Afríku og heillast af glaðværðinni, litagleðinni, lyktinni og regninu sem hreinsar loftið. Sýningin er afrakstur ferðar Páls og Halldórs Lárussonar um Kamerún í maí 2007. Bókin kemur út haustið 2009.

Þetta er fyrsta sýning Páls á Afríkumyndunum en Páll hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir myndir sínar, bæði innanlands og utan. Sýningin stendur til 4. ágúst. Opið er alla daga í Fótógrafí frá 12 til 18.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.