Lífið

Minnisvarði um Lennon og George

McCartney, Yoko Ono, Oliva Harrison og Ringo Starr þegar minnisvarðinn var afhjúpaður í Las Vegas.
McCartney, Yoko Ono, Oliva Harrison og Ringo Starr þegar minnisvarðinn var afhjúpaður í Las Vegas. MYND/Getty

Minnisvarði um Bítlana fyrrverandi, John Lennon og George Harrison, var afhjúpaður í Las Vegas vegna framlags þeirra til söngleikjarins Love sem hefur notið mikilla vinsælda í flutningi Cirque du Soleil.

Viðstödd athöfnina voru fyrrum félagar þeirra, Sir Paul McCartney og Ringo Starr, ásamt ekkjunum Yoko Ono og Olivia Harrison. Love-verkefnið, sem gat af sér „nýja“ Bítlaplötu á síðasta ári, hófst í framhaldi af vinskap George Harrison og stofnanda Cirque du Soliel, Guy Laliberté.

„Það er frábært að afhjúpa þennan minnisvarða því strákarnir eru ekki hér og sýningin hefur verið gríðarlega vinsæl,“ sagði McCartney. „Þeir voru frábærir náungar og það er heiður að afhjúpa þennan varða til minningar um þá.“

Eitt ár er liðið síðan Love-söngleikurinn hóf göngu sína og fjörutíu ár eru jafnframt liðin síðan platan Sgt. Pepper"s Lonely Hearts Club Band kom út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.