Innlent

Þrír forðuðu sér úr brennandi bíl

MYND/Kristófer Helgason

Engan sakaði þegar eldur gaus upp í fólksbíl á leið niður Draugahlíð, fyrir ofan Litlu kaffistofuna laust fyrir klukkan tíu í morgun. Þegar eldsins varð vart stöðvaði ökumaður bílinn í skyndingu og yfirgaf hann ásamt tveimur farþegum.

Varð bíllinn alelda á svip stundu og brann til ösku áður en slökkviliðið úr Hveragerði kom á vettvang. Um tíma varð að loka þjóðveginum vegna brunans. Ekki er vitað um eldsupptök , en lögregla rannsakar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×