Innlent

Þingfundi frestað

MYND/Pjetur

Alþingi hefur samþykkt ályktun þess efnis að fresta þingfundum fram til septemberloka. Ályktunin veitir heimild til að fresta fundi frá 12. júní, eða seinna ef nauðsyn krefur. Búist er við því að fundi verði frestað síðar í dag. Ályktunin var samþykkt með öllum greiddum atvkvæðum. Að öllu óbreyttu mun því nýtt þing taka til starfa 1. október 2007.

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna spurði Geir Haarde forsætisráðherra hvort ekki hefði komið til tals að flýta þingfundum að hausti. Hann benti á að Samfylkingin hefði margsinnis talað fyrir því að þingmenn komi saman fyrir 1. október eins og venja sé. Forsætisráðherra sagði enga ákvörðun þess efnis hafa verið tekna. Til þess þyrfti lagabreytingu og því væri ljóst að þetta yrði ekki gert í þetta sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×