Lífið

Cameron og Cooper nýtt par?

Cameron á leiknum á sunnudag. Fyrir aftan hana eru hjónin Ashton Kutcher og Demi Moore
Cameron á leiknum á sunnudag. Fyrir aftan hana eru hjónin Ashton Kutcher og Demi Moore MYND/Getty

Ofurskutlan Cameron Diaz er nú orðuð við leikarann Bradley Cooper og sjást þau æ oftar opinberlega saman. Í vikunni sáust þau snæða kvöldverð á Morgans hotelinu í New York og á sunnudag fóru þau saman á leik með New York Giants.

Áhorfandi á leiknum sagði í samtali við PageSix að þau Diaz og Cooper hafi virst mjög náin og það hafi ekki farið framhjá neinum að þau væru meira en vinir.

 

Sætur gaurMYND/Getty

Í síðasta mánuði var Cooper, sem meðal annars er þekktur fyrir leik sinn í Wedding Crashers, orðaður við Friendsleikkonuna Jennifer Aniston en hún neitaði þeim sögusögnum staðfastlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.