Kaflaskil í gæðamálum Þorgerður katrín gunnarsdóttir skrifar 2. september 2007 06:00 Fyrir helgi voru birtar tölur um að árleg útgjöld til menntamála hafa aukist um 15 milljarða króna á síðustu níu árum, með tilliti til verðlagsbreytinga. Það jafngildir tæplega 70% aukningu. Í krónum talið hafa útgjöldin aukist mest á háskólastigi eða um 9,2 milljarða króna, sem jafngildir 95% aukningu. Þau fara úr 9,6 milljörðum kr. árið 1998 í 18,8 milljarða í ár. Síðasta áratuginn hefur fjöldi háskólanema hér á landi meira en tvöfaldast. Einnig hefur námsframboð á háskólastigi margfaldast, ekki síst framhaldsnám. Sumarið 2006 voru ný rammalög um háskóla samþykkt frá Alþingi. Í þeim lögum var brugðist við þessari þróun og áhersla lögð á gæði íslensks háskólastarfs. Gæðamál verða mikilvægasta verkefni háskólakerfisins á næstu árum. Forsenda framfara hér á landi á næstu áratugum er að menntun og rannsóknir séu í hæsta gæðaflokki og standist fyllilega allan samanburð. Ný háskólalög leggja grunn að gæðakerfi sem meðal annars felur í sér viðurkenningu menntamálaráðherra á háskólum, viðmið um æðri menntun og prófgráður og eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna. Ég hef í þessu ferli öllu lagt áherslu á að gera þyrfti ítarlegri kröfur til íslenskra háskóla frá því sem áður var. Því var ákveðið að allir háskólar, burtséð frá rekstrarformi eða stærð, þyrftu að sækja um viðurkenningu til stjórnvalda á þeim fræðasviðum sem þeir hygðust starfa á. Slík viðurkenning felur í sér að menntamálaráðuneyti vottar að viðkomandi háskóli uppfylli þær kröfur sem ráðuneytið gerir til hans á grundvelli laga um háskóla. Í samvinnu háskóla og menntamálaráðuneytis hafa einnig verið þróuð viðmið um æðri menntun og prófgráður. Þar eru skilgreind þau atriði sem nemendur skulu hafa tileinkað sér þegar prófgráða er veitt. Þau byggja á viðmiðum sem gefin voru út í tengslum við Bologna-ferlið og gerir íslenskum háskólum kleift að laga sig enn frekar að sameiginlegu evrópsku háskólasvæði. Til að háskólar öðlist viðurkenningu þurfa þeir að hafa lagað nám sitt að viðmiðunum og birta yfirlit yfir afrakstur þess náms sem prófgráður þeirra veita. Viðurkenning háskóla tengir saman viðmið um æðri menntun og prófgráður og eftirlit með gæðum kennslu á skilvirkan máta. Tvíþætt gæðaeftirlitEftirlit með gæðum kennslu og rannsókna verður tvíþætt. Ytra eftirlit með kennslu og rannsóknum skal beinast að því að ganga úr skugga um hvort forsendur viðurkenningar séu enn til staðar. Hins vegar verður það leiðbeinandi fyrir skólana um hvernig megi bæta kennslu og rannsóknir. Menntamálaráðuneyti hefur unnið að skipulagi viðurkenningarferlisins. Rík áhersla er lögð á að tryggja trúverðugleika ferlisins og á að uppfylla alþjóðlega gæðastaðla. Viðurkenningar háskóla miðast við fræðasvið og undirflokka þeirra út frá Frascati- staðli OECD. Fræðasviðin eru náttúruvísindi, hugvísindi, verk- og tæknivísindi, heilsuvísindi, bú- og auðlindavísindi og félagsvísindi. Þá verða listir flokkaðar sem sérstakt fræðasvið. Í fyrstu lotu voru tekin fyrir fræðasviðin náttúruvísindi, hugvísindi og verk- og tæknivísindi ásamt listum. Skipaðar voru sjö nefndir erlendra sérfræðinga og leitast eftir að fá til verksins færustu einstaklinga sem völ er á. Gerðar voru kröfur um að viðkomandi sérfræðingar hefðu reynslu af viðurkenningum og gæðastarfi á háskólastigi ásamt viðtækri reynslu af stjórnun háskólastofnana ásamt prófesorshæfi innan fræðasviðs. Vel gekk að fá reynda háskólamenn til að taka að sér þetta verk en þeir komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Írlandi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku. Frelsi til þróunar Afraksturinn liggur nú fyrir og öðlast háskólar fyrstu viðurkenningarnar á fyrrnefndum fræðasviðum við athöfn í Listasafni Íslands á morgun. Með viðurkenningunni hljóta háskólarnir aukið frelsi til að þróa og styrkja starfsemi sína á þeim fræðasviðum og undirflokkum þeirra sem viðurkenningin nær til, meðal annars frelsi til að móta nýjar námsleiðir á bakkalár- og meistarastigi. Þá verða jafnframt gerðar opinberar niðurstöður sérfræðinganefndanna og viðbrögð háskólanna við þeim. Í þeim kemur fram athyglisverð innsýn í starf íslensku háskólanna. Þær staðfesta hversu sterkt þeir háskólar sem teknir voru til umfjöllunar standa sem kennsluog rannsóknastofnanir. Viðurkenning er hins vegar einungis fyrsta skrefið í því gæðastarfi sem framundan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrir helgi voru birtar tölur um að árleg útgjöld til menntamála hafa aukist um 15 milljarða króna á síðustu níu árum, með tilliti til verðlagsbreytinga. Það jafngildir tæplega 70% aukningu. Í krónum talið hafa útgjöldin aukist mest á háskólastigi eða um 9,2 milljarða króna, sem jafngildir 95% aukningu. Þau fara úr 9,6 milljörðum kr. árið 1998 í 18,8 milljarða í ár. Síðasta áratuginn hefur fjöldi háskólanema hér á landi meira en tvöfaldast. Einnig hefur námsframboð á háskólastigi margfaldast, ekki síst framhaldsnám. Sumarið 2006 voru ný rammalög um háskóla samþykkt frá Alþingi. Í þeim lögum var brugðist við þessari þróun og áhersla lögð á gæði íslensks háskólastarfs. Gæðamál verða mikilvægasta verkefni háskólakerfisins á næstu árum. Forsenda framfara hér á landi á næstu áratugum er að menntun og rannsóknir séu í hæsta gæðaflokki og standist fyllilega allan samanburð. Ný háskólalög leggja grunn að gæðakerfi sem meðal annars felur í sér viðurkenningu menntamálaráðherra á háskólum, viðmið um æðri menntun og prófgráður og eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna. Ég hef í þessu ferli öllu lagt áherslu á að gera þyrfti ítarlegri kröfur til íslenskra háskóla frá því sem áður var. Því var ákveðið að allir háskólar, burtséð frá rekstrarformi eða stærð, þyrftu að sækja um viðurkenningu til stjórnvalda á þeim fræðasviðum sem þeir hygðust starfa á. Slík viðurkenning felur í sér að menntamálaráðuneyti vottar að viðkomandi háskóli uppfylli þær kröfur sem ráðuneytið gerir til hans á grundvelli laga um háskóla. Í samvinnu háskóla og menntamálaráðuneytis hafa einnig verið þróuð viðmið um æðri menntun og prófgráður. Þar eru skilgreind þau atriði sem nemendur skulu hafa tileinkað sér þegar prófgráða er veitt. Þau byggja á viðmiðum sem gefin voru út í tengslum við Bologna-ferlið og gerir íslenskum háskólum kleift að laga sig enn frekar að sameiginlegu evrópsku háskólasvæði. Til að háskólar öðlist viðurkenningu þurfa þeir að hafa lagað nám sitt að viðmiðunum og birta yfirlit yfir afrakstur þess náms sem prófgráður þeirra veita. Viðurkenning háskóla tengir saman viðmið um æðri menntun og prófgráður og eftirlit með gæðum kennslu á skilvirkan máta. Tvíþætt gæðaeftirlitEftirlit með gæðum kennslu og rannsókna verður tvíþætt. Ytra eftirlit með kennslu og rannsóknum skal beinast að því að ganga úr skugga um hvort forsendur viðurkenningar séu enn til staðar. Hins vegar verður það leiðbeinandi fyrir skólana um hvernig megi bæta kennslu og rannsóknir. Menntamálaráðuneyti hefur unnið að skipulagi viðurkenningarferlisins. Rík áhersla er lögð á að tryggja trúverðugleika ferlisins og á að uppfylla alþjóðlega gæðastaðla. Viðurkenningar háskóla miðast við fræðasvið og undirflokka þeirra út frá Frascati- staðli OECD. Fræðasviðin eru náttúruvísindi, hugvísindi, verk- og tæknivísindi, heilsuvísindi, bú- og auðlindavísindi og félagsvísindi. Þá verða listir flokkaðar sem sérstakt fræðasvið. Í fyrstu lotu voru tekin fyrir fræðasviðin náttúruvísindi, hugvísindi og verk- og tæknivísindi ásamt listum. Skipaðar voru sjö nefndir erlendra sérfræðinga og leitast eftir að fá til verksins færustu einstaklinga sem völ er á. Gerðar voru kröfur um að viðkomandi sérfræðingar hefðu reynslu af viðurkenningum og gæðastarfi á háskólastigi ásamt viðtækri reynslu af stjórnun háskólastofnana ásamt prófesorshæfi innan fræðasviðs. Vel gekk að fá reynda háskólamenn til að taka að sér þetta verk en þeir komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Írlandi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku. Frelsi til þróunar Afraksturinn liggur nú fyrir og öðlast háskólar fyrstu viðurkenningarnar á fyrrnefndum fræðasviðum við athöfn í Listasafni Íslands á morgun. Með viðurkenningunni hljóta háskólarnir aukið frelsi til að þróa og styrkja starfsemi sína á þeim fræðasviðum og undirflokkum þeirra sem viðurkenningin nær til, meðal annars frelsi til að móta nýjar námsleiðir á bakkalár- og meistarastigi. Þá verða jafnframt gerðar opinberar niðurstöður sérfræðinganefndanna og viðbrögð háskólanna við þeim. Í þeim kemur fram athyglisverð innsýn í starf íslensku háskólanna. Þær staðfesta hversu sterkt þeir háskólar sem teknir voru til umfjöllunar standa sem kennsluog rannsóknastofnanir. Viðurkenning er hins vegar einungis fyrsta skrefið í því gæðastarfi sem framundan er.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun