Lífið

Erfið ólétta hjá Aguilera

Heimildir herma að meðgangan hafi reynst Christinu Aguilera erfið, en hún mun vera komin fjóra mánuði á leið.
Heimildir herma að meðgangan hafi reynst Christinu Aguilera erfið, en hún mun vera komin fjóra mánuði á leið. nordicphotos/getty

Söngkonan Christina Aguilera á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir, því óléttan reynist henni erfið. Heimildir herma að Aguilera sé nú komin fjóra mánuði á leið. Væntanlegur erfingi er fyrsta barn hennar og eiginmanns hennar, Jordan Bratman.

„Fyrstu fjórir mánuðirnir hafa verið mjög erfiðir hjá henni,“ segir einn kunningi söngkonunnar. Aguilera þjáist af öndunarerfiðleikum, mikilli morgunógleði og almennri þreytu. Þrátt fyrir vandamálin hélt söngkonan þó í tónleikaferð, sem til allrar hamingju er nú lokið.

Hvorki Aguilera né eiginmaður hennar hafa staðfest þungunina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.