Lífið

Seacrest í stað O"Brien

Ryan Seacrest verður kynnir á næstu Emmy-verðlaunahátíð.
Ryan Seacrest verður kynnir á næstu Emmy-verðlaunahátíð.

American Idol-kynnirinn Ryan Seacrest verður kynnir á Emmy-verðlaunahátíðinni sem verður haldin í Hollywood í næsta mánuði. Tekur hann við kyndlinum af spjallþáttastjórnandanum Conan O"Brien sem var kynnir í fyrra.

Þá fylgdist aðeins 16,1 milljón áhorfenda með í beinni útsendingu, sem er næstminnsti áhorfendafjöldi á Emmy síðan 1991. Mafíuþættirnir Sopranos eru tilnefndir til fimmtán Emmy-verðlauna, þar á meðal sem besti dramaþátturinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.