Lúxus-heilsurækt fyrir efnaða fólkið 23. ágúst 2007 10:00 Eftirsóttur Goran Kristófer Misic nýtur mikilla vinsælda hjá Nordica og mun án vafa taka mikið af kúnnum með sér yfir til Grand Spa. MYND/Anton „Þetta verður flottasta aðstaða landsins með bestu þjónustu sem völ er á,“ segir líkamsræktarfrömuðurinn Goran Kristófer Micic en í haust mun opna ný og stórglæsileg líkamsræktarstöð á Grand Hótel, Grand Spa. Það er Goran sjálfur og Gunnhildur Harpa Hauksdóttir sem standa að nýju heilsuræktinni og segir sú síðarnefnda að nýja stöðin aðgreini sig mikið frá þeirri flóru líkamsræktarstöðva sem sprottið hefur upp hér á landi á síðustu misserum. „Við munum bjóða upp á mun persónulegri og sérhæfðari þjónustu við okkar kúnna og stílum inn á fólk sem vill meiri næði í þjálfun sinni,“ segir Gunnhildur en til marks um það er stefnt að því að hafa ekki fleiri en 350 manns á árskortaskrá. Og framkvæmdastjórinn viðurkennir að Grand Spa muni stíla starfsemi sína á efnaðri viðskiptavini. „Þetta verður ekki ódýrasta stöðin og það er ekkert leyndarmál, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Á móti kemur að fólk fær mikið fyrir peninginn og við erum sannfærð um að það sé grundvöllur fyrir svona heilsurækt.“ Goran verður yfirþjálfari á Grand Spa en auk fullkomins tækjasals verður að finna gufuböð, nuddpotta, snyrtistofu og allt annað sem prýða þarf hina fullkomnu heilsurækt. Goran hefur um árabil verið einn eftirsóttasti einkaþjálfari landsins og er þekktur fyrir að ná miklum og góðum árangri á vinsælum námskeiðum sínum. Hann hefur verið með aðstöðu hjá Nordica Spa en segir að nýja heilsuræktin sé eðlilegt framfaraskref fyrir sig. „Hér er ég með bestu aðstöðu landsins og fæ tækifæri til að innleiða nýtt rafrænt þjálfunarkerfi sem er það fullkomnasta sem völ er á . Þetta er eitthvað sem ég varð að taka þátt í,“ segir Goran. Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Lay Low á Grand Rokk Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Þetta verður flottasta aðstaða landsins með bestu þjónustu sem völ er á,“ segir líkamsræktarfrömuðurinn Goran Kristófer Micic en í haust mun opna ný og stórglæsileg líkamsræktarstöð á Grand Hótel, Grand Spa. Það er Goran sjálfur og Gunnhildur Harpa Hauksdóttir sem standa að nýju heilsuræktinni og segir sú síðarnefnda að nýja stöðin aðgreini sig mikið frá þeirri flóru líkamsræktarstöðva sem sprottið hefur upp hér á landi á síðustu misserum. „Við munum bjóða upp á mun persónulegri og sérhæfðari þjónustu við okkar kúnna og stílum inn á fólk sem vill meiri næði í þjálfun sinni,“ segir Gunnhildur en til marks um það er stefnt að því að hafa ekki fleiri en 350 manns á árskortaskrá. Og framkvæmdastjórinn viðurkennir að Grand Spa muni stíla starfsemi sína á efnaðri viðskiptavini. „Þetta verður ekki ódýrasta stöðin og það er ekkert leyndarmál, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Á móti kemur að fólk fær mikið fyrir peninginn og við erum sannfærð um að það sé grundvöllur fyrir svona heilsurækt.“ Goran verður yfirþjálfari á Grand Spa en auk fullkomins tækjasals verður að finna gufuböð, nuddpotta, snyrtistofu og allt annað sem prýða þarf hina fullkomnu heilsurækt. Goran hefur um árabil verið einn eftirsóttasti einkaþjálfari landsins og er þekktur fyrir að ná miklum og góðum árangri á vinsælum námskeiðum sínum. Hann hefur verið með aðstöðu hjá Nordica Spa en segir að nýja heilsuræktin sé eðlilegt framfaraskref fyrir sig. „Hér er ég með bestu aðstöðu landsins og fæ tækifæri til að innleiða nýtt rafrænt þjálfunarkerfi sem er það fullkomnasta sem völ er á . Þetta er eitthvað sem ég varð að taka þátt í,“ segir Goran.
Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Lay Low á Grand Rokk Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning