Námsmenn fá frítt í strætó Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 14. ágúst 2007 05:00 Í næstu viku hefst skólastarf aftur að hausti. Um leið hefst tilraunaverkefnið frítt í Strætó sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa að. Allir nemendur í framhaldsskólum og háskólum sem búa í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Álftanesi fá hjá sínum nemendafélögum afhent á næstu dögum kort merkt tilraunaverkefninu og fá með því fríar ferðir hjá Strætó bs. þar til 1. júní 2008. Markmið tilraunarinnar frítt í Strætó tengist fyrst og fremst umhverfislegum þáttum og er hluti af grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Höfuðborgarsvæðið býr við mikinn umferðarþunga, svifryk og mengun og Reykjavíkurborg er þungamiðja þjónustu og atvinnustarfsemi. Mikilvægt er að hvetja höfuðborgarbúa til að kynna sér almenningssamgöngur enda er mikill hagur einstaklinga og samfélagsins alls að fleiri nýti sér Strætó. Tilraunin er ekki síður sett af stað til að kynna kosti almenningssamgangna fyrir nemendum á höfuðborgarsvæðinu og freista þess að fá nýjan hóp notenda í vagninn. Samfara verkefninu verður þjónusta við farþega aukin, tíðni og nýting leiða mæld, viðhorf farþega kannað auk þess sem mælingar umferðarþunga verða framkvæmdar. Viðbrögð nemenda og skólastjórnenda hafa verið mjög jákvæð. Nemendafélögin munu leggja sitt af mörkum með því að afhenda kortin og veita verkefnisstjórum upplýsingar um framkvæmd. Krafturinn í nemendum mun gefa verkefninu aukið gildi og vonandi skapa almennar umræður í skólum um samgöngu- og umhverfismál. Skólastjórnendur hafa flestir tekið vel í að hefja vinnu við að búa til samgönguáætlanir fyrir skólana og sumir hafa jafnvel ákveðið að taka græn skref í átt að umhverfisvænum markmiðum. Ég hvet framhaldsskóla- og háskólanema á höfuðborgarsvæðinu að kynna sér verkefnið og leiðakerfi Strætó (www.reykjavik/betristraeto). Ég er viss um að fjölmargir nemendur muni kynna sér málið og jafnvel fresta kaupum á bifreið, enda eru árleg útgjöld vegna reksturs bifreiðar um 700.000 kr. á ári. Góð þátttaka nemenda í verkefninu getur haft mikil áhrif á umhverfi okkar og átt þátt í að almenningssamgöngur blómstri sem aldrei fyrr.Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Í næstu viku hefst skólastarf aftur að hausti. Um leið hefst tilraunaverkefnið frítt í Strætó sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa að. Allir nemendur í framhaldsskólum og háskólum sem búa í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Álftanesi fá hjá sínum nemendafélögum afhent á næstu dögum kort merkt tilraunaverkefninu og fá með því fríar ferðir hjá Strætó bs. þar til 1. júní 2008. Markmið tilraunarinnar frítt í Strætó tengist fyrst og fremst umhverfislegum þáttum og er hluti af grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Höfuðborgarsvæðið býr við mikinn umferðarþunga, svifryk og mengun og Reykjavíkurborg er þungamiðja þjónustu og atvinnustarfsemi. Mikilvægt er að hvetja höfuðborgarbúa til að kynna sér almenningssamgöngur enda er mikill hagur einstaklinga og samfélagsins alls að fleiri nýti sér Strætó. Tilraunin er ekki síður sett af stað til að kynna kosti almenningssamgangna fyrir nemendum á höfuðborgarsvæðinu og freista þess að fá nýjan hóp notenda í vagninn. Samfara verkefninu verður þjónusta við farþega aukin, tíðni og nýting leiða mæld, viðhorf farþega kannað auk þess sem mælingar umferðarþunga verða framkvæmdar. Viðbrögð nemenda og skólastjórnenda hafa verið mjög jákvæð. Nemendafélögin munu leggja sitt af mörkum með því að afhenda kortin og veita verkefnisstjórum upplýsingar um framkvæmd. Krafturinn í nemendum mun gefa verkefninu aukið gildi og vonandi skapa almennar umræður í skólum um samgöngu- og umhverfismál. Skólastjórnendur hafa flestir tekið vel í að hefja vinnu við að búa til samgönguáætlanir fyrir skólana og sumir hafa jafnvel ákveðið að taka græn skref í átt að umhverfisvænum markmiðum. Ég hvet framhaldsskóla- og háskólanema á höfuðborgarsvæðinu að kynna sér verkefnið og leiðakerfi Strætó (www.reykjavik/betristraeto). Ég er viss um að fjölmargir nemendur muni kynna sér málið og jafnvel fresta kaupum á bifreið, enda eru árleg útgjöld vegna reksturs bifreiðar um 700.000 kr. á ári. Góð þátttaka nemenda í verkefninu getur haft mikil áhrif á umhverfi okkar og átt þátt í að almenningssamgöngur blómstri sem aldrei fyrr.Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar