Lífið

Elda 120 lítra af fiskisúpu

Svanhildur Hólm eldar dýrindis fiskisúpu sem gestir Fiskdagsins mikla geta gætt sér á heimili þeirra hjóna.
Svanhildur Hólm eldar dýrindis fiskisúpu sem gestir Fiskdagsins mikla geta gætt sér á heimili þeirra hjóna.

„Undirbúningurinn er að skríða af stað," segir sjónvarpskonan Svanhildur Hólm Valsdóttir en hún hyggst ásamt eiginmanni sínum, Loga Bergmanni Eiðssyni, taka virkan þátt í Fiskideginum mikla sem haldin verður hátíðlegur á Dalvík um helgina.

Undirbúningurinn er að skríða af stað,segir sjónvarpskonan Svanhildur Hólm Valsdóttir en hún hyggst ásamt eiginmanni sínum, Loga Bergmanni Eiðssyni, taka virkan þátt í Fiskideginum mikla sem haldin verður hátíðlegur á Dalvík um helgina.



Á föstudeginum áður en hátíðin verður sett er hefð fyrir því að bæjarbúar bjóði gestum uppá fiskisúpu á heimili sínu og ætla þau Svanhildur og Logi ekki að vera neinir eftirbátar í þeim efnum og ætla að reiða fram dýrindissúpu fyrir gesti og gangandi. Þau hjónakornin festu sem kunnugt er kaup á einbýlishúsi við Goðabraut þar nyrðra og hafa verið með annan fótinn þar í sumar.

 

Hjónakornin festu kaup á þessu glæsilega húsi við Goðabraut á Dalvík þar sem vafalítið verður troðið útúr dyrum á morgun.

 

„Ég reikna með að þetta verði svona 120 lítrar af súpu og ég vonast til að leyfa að minnsta kosti tvö hundruð gestum að smakka á súpunni," útskýrir Svanhildur en til að elda herlegheitin hefur verið keyptur sérstakur mötuneytispottur sem ætti að rúma hina miklu súpu. Kokkurinn vildi hins vegar ekkki gefa of mikið upp um uppskriftina, sagði uppistöðuna vera ferskur fiskur, rjómi og áfengi en síðan yrði prjónað í kringum kræsingarnar eins og stemningin leyfði. „Ég var í matarklúbbi Vöku Helgarfells þegar ég var að byrja að búa og þar rakst ég á þennan grunn."



Logi keypti mötuneytispott til að elda 120 lítra af fiskisúpu.

Sjónvarpsfólkið er alls ekki óvant því að elda fiskisúpu fyrir fjölda fólks en þau hafa árlega boðið vinum sínum í mikla fiskisúpuveislu fyrir menningarnóttina í Reykjavík. Þeir gestir verða hins vegar að bíta í það súra epli að fá engar kræsingar þetta árið og neyðast til að leggja land undir fót ef þeir vilja fá súpu þetta árið.

Svanhildur viðurkennir að þetta sé í fyrsta skipti sem hún taki þátt í Fiskideginum mikla þótt oft hafi hana dauðlangað að fara. „Mamma og pabbi hefur farið hingað ár hvert og alltaf hringt í mig þegar hápunktinum er náð og sagt mér hversu gaman þetta væri. Það hefði því þurft eitthvað meiriháttar stórslys til að koma í veg fyrir að ég væri með," segir Svanhildur en talið er að um þrjátíu þúsund gestir muni sækja Dalvík heim og gæða sér á hverskyns fiskmeti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.