Af hverju hún? 28. apríl 2007 05:00 Opið bréf til nefndarmanna í allsherjarnefnd Þegar ég fluttist til Íslands fyrir 12 árum síðan, þá 16 ára gömul, var ég án vegabréfs og án þess sem flestum þykir sjálfsögð réttindi hvers manns, þ.e. að hafa að minnsta kosti ríkisfang í einhverju landi. Í því landi sem ég fæddist standa slík réttindi ekki til boða, enda landið ekki sjálfstætt ríki í þeim skilningi sem þjóðir heims hafa ákveðið að skuli gilda í þeim efnum. Hingað var gott að koma, þó það skuli engum detta í hug að Ísland hafi verið hluti af framtíðardraumum sextán ára unglings frá Palestínu. Koma mín hingað var liður í þeirri viðleitni móður minnar að reyna að finna okkur börnunum öruggt umhverfi til að búa í. Eftir að hafa verið hluti af íslensku samfélagi í þrjú ár, verið við nám, eignast barn og starfað á íslenskum vinnumarkaði fannst mér tímabært að sækja um að öðlast í fyrsta sinn á ævinni þann rétt sem fylgir því að tilheyra sjálfstæðu ríki – að fá raunverulegt ríkisfang. Þrátt fyrir að það væri fullljóst að ég væri komin hingað til að vera, þrátt fyrir að hafa lært tungumálið, þrátt fyrir að ég væri farin að gefa íslenska ríkinu hlutdeild í tekjum mínum og þrátt fyrir að ég væri orðin móðir, þá sá allsherjarnefnd ástæðu til að hafna ósk minni um að gerast íslenskur ríkisborgari. Einu rökin sem lögð voru til grundvallar ákvörðun nefndarinnar voru þau að ég væri ekki búin að búa hér í full sjö ár. Lucia Celeste Molina Sierra er án efa hin álitlegasta tengdadóttir og eflaust hefur hún sínar forsendur fyrir þeirri ákvörðun sinni að sækja um íslenskt ríkisfang en mér finnst að bæði ég og aðrir sem hafa gengið í gegnum þá reynslu á undanförnum árum að þurfa að leggjast á hnén og biðja um að fá að tilheyra þessu samfélagi og vera hafnað, eigi skilið frekari útskýringar. Það getur ekki verið að kjörnir fulltrúar, sama í hvaða flokki þeir kunna að vera, geti tekið svo afdrifaríkar ákvarðanir um líf fólks, án þess að þurfa að færa fyrir ákvörðunum sínum málefnaleg rök. Almannahagsmunir ryðja þar úr vegi öllum sjónarmiðum persónuverndar. Höfundur er skrifstofumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Opið bréf til nefndarmanna í allsherjarnefnd Þegar ég fluttist til Íslands fyrir 12 árum síðan, þá 16 ára gömul, var ég án vegabréfs og án þess sem flestum þykir sjálfsögð réttindi hvers manns, þ.e. að hafa að minnsta kosti ríkisfang í einhverju landi. Í því landi sem ég fæddist standa slík réttindi ekki til boða, enda landið ekki sjálfstætt ríki í þeim skilningi sem þjóðir heims hafa ákveðið að skuli gilda í þeim efnum. Hingað var gott að koma, þó það skuli engum detta í hug að Ísland hafi verið hluti af framtíðardraumum sextán ára unglings frá Palestínu. Koma mín hingað var liður í þeirri viðleitni móður minnar að reyna að finna okkur börnunum öruggt umhverfi til að búa í. Eftir að hafa verið hluti af íslensku samfélagi í þrjú ár, verið við nám, eignast barn og starfað á íslenskum vinnumarkaði fannst mér tímabært að sækja um að öðlast í fyrsta sinn á ævinni þann rétt sem fylgir því að tilheyra sjálfstæðu ríki – að fá raunverulegt ríkisfang. Þrátt fyrir að það væri fullljóst að ég væri komin hingað til að vera, þrátt fyrir að hafa lært tungumálið, þrátt fyrir að ég væri farin að gefa íslenska ríkinu hlutdeild í tekjum mínum og þrátt fyrir að ég væri orðin móðir, þá sá allsherjarnefnd ástæðu til að hafna ósk minni um að gerast íslenskur ríkisborgari. Einu rökin sem lögð voru til grundvallar ákvörðun nefndarinnar voru þau að ég væri ekki búin að búa hér í full sjö ár. Lucia Celeste Molina Sierra er án efa hin álitlegasta tengdadóttir og eflaust hefur hún sínar forsendur fyrir þeirri ákvörðun sinni að sækja um íslenskt ríkisfang en mér finnst að bæði ég og aðrir sem hafa gengið í gegnum þá reynslu á undanförnum árum að þurfa að leggjast á hnén og biðja um að fá að tilheyra þessu samfélagi og vera hafnað, eigi skilið frekari útskýringar. Það getur ekki verið að kjörnir fulltrúar, sama í hvaða flokki þeir kunna að vera, geti tekið svo afdrifaríkar ákvarðanir um líf fólks, án þess að þurfa að færa fyrir ákvörðunum sínum málefnaleg rök. Almannahagsmunir ryðja þar úr vegi öllum sjónarmiðum persónuverndar. Höfundur er skrifstofumaður.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun