Flöskuskeyti varð kveikjan að norsk-íslenskri vináttu 22. júlí 2007 01:45 Linnéa Nana Christensen var yfir sig hrifin þegar hún fann flöskuskeyti frá Nikulási Tuma Hlynssyni í Noregi. Hún er nú komin í heimsókn til hans. MYND/Vilhelm Nikulás Tumi Hlynsson fékk skemmtilega heimsókn á föstudag. Þá kom hin fimm ára gamla Linnéa Nana Christensen frá Noregi til landsins ásamt fjölskyldu sinni, en hún fann flöskuskeyti frá Nikulási í fyrra. „Nikulás sendi skeytið frá Ísafirði fyrir tveimur árum," útskýrði Nanna Karólína Pétursdóttir, móðir Nikulásar, sem er átta ára gamall. „Þau settu sig svo í samband við okkur núna í júní, þá var ár síðan að þau fundu skeytið." Nanna segir börnin bæði vera spennt yfir heimsókninni. „Sú litla flögrar hérna um eins og fiðrildi," sagði hún. „Og svo held ég að allir vinir hans Nikulásar séu núna að undirbúa skeyti," bætti hún við. Nikulás segist ekki vera viss um hvaðan hann fékk hugmyndina að því að senda skeytið af stað. „Ég bara veit það ekki alveg, mér datt þetta bara í hug," sagði hann. Hann segist ekki hafa reiknað með því að skeytið myndi finnast, en vonaðist þó til þess. „Ég setti mynd sem ég teiknaði af húsinu mínu í flöskuna, og svo nafn og símanúmer," útskýrði hann. Faðir Nikulásar bætti svo við haus af forsíðu Fréttablaðsins, til að hafa dagsetninguna með í för. Nikulás útilokar ekki að þau Linnéa verði bara pennavinir í framtíðinni, þó þau notist þá kannski við hefðbundnari póstsendingar. Hedda Christensen, móðir Linnéu, segir dóttur sína hafa verið afar spennta yfir flöskuskeytinu. „Við vorum á ferðalagi alveg nyrst í Noregi, ég, dóttir mín og unnusti minn. Við fórum í göngutúr meðfram ströndinni, þar sem það lágu fullt af gömlum bátsvélum, og undir einni slíkri vél fundum við flöskuna," útskýrði Hedda. Í flöskuna lét Nikulás teiknaða mynd, merkta með nafni sínu og símanúmeri. Faðir hans bætti svo við haus úr Fréttablaðinu, svo dagsetningin væri einnig með í för. Linnéa var þá fjögurra ára gömul, og að sögn Heddu var hún harðákveðin í því að flaskan væri ætluð henni. „Svo sá hún að það var mynd eftir barn í flöskunni og varð ennþá ákveðnari. Hún vildi fara í heimsókn til hans alveg undir eins," sagði Hedda og hló við. Fjölskyldan hafði lengi haft í huga að koma hingað til lands, og með tilkomu flöskuskeytisins fannst þeim ekki annað hægt en að heilsa upp á Nikulás og fjölskyldu hans. Þau hyggjast dvelja hjá þeim yfir helgina, en halda aftur á heimaslóðir eftir viku. Hedda segir Linnéu ætla að senda flöskuskeyti á meðan á dvöl þeirra hér á landi stendur. „Við ákváðum að gera það á Íslandi, það virðist ganga vel," sagði hún. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt, það er allt annað en sjálfgefið að flöskuskeyti komist til skila," bætti hún við. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Sjá meira
Nikulás Tumi Hlynsson fékk skemmtilega heimsókn á föstudag. Þá kom hin fimm ára gamla Linnéa Nana Christensen frá Noregi til landsins ásamt fjölskyldu sinni, en hún fann flöskuskeyti frá Nikulási í fyrra. „Nikulás sendi skeytið frá Ísafirði fyrir tveimur árum," útskýrði Nanna Karólína Pétursdóttir, móðir Nikulásar, sem er átta ára gamall. „Þau settu sig svo í samband við okkur núna í júní, þá var ár síðan að þau fundu skeytið." Nanna segir börnin bæði vera spennt yfir heimsókninni. „Sú litla flögrar hérna um eins og fiðrildi," sagði hún. „Og svo held ég að allir vinir hans Nikulásar séu núna að undirbúa skeyti," bætti hún við. Nikulás segist ekki vera viss um hvaðan hann fékk hugmyndina að því að senda skeytið af stað. „Ég bara veit það ekki alveg, mér datt þetta bara í hug," sagði hann. Hann segist ekki hafa reiknað með því að skeytið myndi finnast, en vonaðist þó til þess. „Ég setti mynd sem ég teiknaði af húsinu mínu í flöskuna, og svo nafn og símanúmer," útskýrði hann. Faðir Nikulásar bætti svo við haus af forsíðu Fréttablaðsins, til að hafa dagsetninguna með í för. Nikulás útilokar ekki að þau Linnéa verði bara pennavinir í framtíðinni, þó þau notist þá kannski við hefðbundnari póstsendingar. Hedda Christensen, móðir Linnéu, segir dóttur sína hafa verið afar spennta yfir flöskuskeytinu. „Við vorum á ferðalagi alveg nyrst í Noregi, ég, dóttir mín og unnusti minn. Við fórum í göngutúr meðfram ströndinni, þar sem það lágu fullt af gömlum bátsvélum, og undir einni slíkri vél fundum við flöskuna," útskýrði Hedda. Í flöskuna lét Nikulás teiknaða mynd, merkta með nafni sínu og símanúmeri. Faðir hans bætti svo við haus úr Fréttablaðinu, svo dagsetningin væri einnig með í för. Linnéa var þá fjögurra ára gömul, og að sögn Heddu var hún harðákveðin í því að flaskan væri ætluð henni. „Svo sá hún að það var mynd eftir barn í flöskunni og varð ennþá ákveðnari. Hún vildi fara í heimsókn til hans alveg undir eins," sagði Hedda og hló við. Fjölskyldan hafði lengi haft í huga að koma hingað til lands, og með tilkomu flöskuskeytisins fannst þeim ekki annað hægt en að heilsa upp á Nikulás og fjölskyldu hans. Þau hyggjast dvelja hjá þeim yfir helgina, en halda aftur á heimaslóðir eftir viku. Hedda segir Linnéu ætla að senda flöskuskeyti á meðan á dvöl þeirra hér á landi stendur. „Við ákváðum að gera það á Íslandi, það virðist ganga vel," sagði hún. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt, það er allt annað en sjálfgefið að flöskuskeyti komist til skila," bætti hún við.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Sjá meira