Lífið

Dóttirin kom á sömu mínútu og Astrópía var frumsýnd

Hinn nýbakaði faðir
Hinn nýbakaði faðir

"Hún er stjarna frá fyrstu mínútu," segir Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóri myndarinnar Astrópíu og nýbakaður faðir í samtali við Vísi. Dóttir hans fæddist á nákvæmlega sömu mínútu og frumsýning á fyrstu mynd leikstjórans í fullri lengd hófst í gær. "Stúlkan fæddist klukkan 20:21 og á sama augnabliki fékk ég SMS um að sýningin væri að byrja," segir Gunnar.

Stúlkan var tekin með keisaraskurði og þegar búið var huga vel að móður og barni og sjá til þess að öllum heilsaðist vel litu hinir nýbökuðu foreldrar á klukkuna og sáu að líklega væru um tuttugu mínútur eftir á myndinni. Gunnar Björn ákvað því að hendast út í bíl og náði hann uppklappinu. Gunnar segir kvöldið hafa verið ævintýri líkast og atburðarrásin lygileg. Hann segir fólk hafa átt erfitt með að trúa því að stúlkan hafi valið nákvæmlega þessa tímasetningu.

 

Frumsýning á Astrópíu hófst klukkan 20:21 í gærkvöldi og á sömu mínútu kom dóttir Gunnars Björns í heiminn

Dóttir þeirra Gunnars Björns og Láru Hafberg átti að koma í heiminn í byrjun september en Lára var komin með meðgöngueitrun og var því sett af stað þann 21. ágúst. Foreldrarnir grínuðust með hversu fyndið það yrði ef hún myndi velja fumsýningardaginn, en að hún skyldi koma á sömu mínútu og myndin var frumsýnd óraði þeim ekki fyrir.

Stúlkan var rétt tæpar tíu merkur og heilsast bæði henni og móðurinni vel. Það þarf varla að taka það fram að faðirinn er í skýjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.