Lífið

Hausthreinsun með safakúr

Hildur Guðmundsdóttir í Yggdrasli mælir með safaföstu fyrir þá sem vilja rífstarta haustinu.
Hildur Guðmundsdóttir í Yggdrasli mælir með safaföstu fyrir þá sem vilja rífstarta haustinu. MYND/Valli

Þeir eru ófáir sem nota haustið til að efna gömul heit og byrja í líkamsrækt eða á hollu mataræði. Fyrir þá sem vilja rífstarta haustinu er tilvalið að taka léttan detox-kúr. Hildur Guðmundsdóttir, eigandi Yggdrasils, benti á safaföstu sem góðan valkost.

„Þá þarf að drekka minnst tvo lítra af ávaxta- eða grænmetissafa á dag í nokkra daga,“ sagði hún. Safann getur fólk gert sjálft með því að pressa lífrænt ræktað grænmeti og ávexti, eða notað lífræna, tilbúna safa í flösku. Ásamt söfunum segir Hildur gott að drekka vatn og góð te. „Piparmyntute er milt vatnslosandi og fíflate er styrkjandi fyrir lifrina, sem er aðal hreinsilíffærið okkar. Klóelftingarte styrkir bæði lifur og nýru, og svo er nettlute líka mjög hreinsandi og næringarríkt,“ sagði Hildur.

Þegar farið er af föstu þarf að gæta þess að borða minna en venjulega í nokkra daga, þar sem líkaminn hægir á brennslu á föstunni. Þá er líka tilvalið að skipta yfir í hollara mataræði. „Fyrir þá sem finnst erfitt að fara á vökvaföstu er hægt að fara þá leið að borða léttan, hollan morgunmat og kvöldmat og drekka góða safa og nærandi og hreinsandi te þess á milli,“ benti Hildur á. Hún ítrekaði þó að barnshafandi konur, sem og konur með börn á brjósti, eiga ekki að fara á hreinsandi kúra.

Yggdrasill er á meðal þeirra verslana sem býður margs konar lífræna safa og hreinsandi te.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.