Lífið

Góð kynning í New York

Steinunn Sigurðardóttir segir það afar mikilvægt fyrir fólk í tískubransanum að fá stóra verslun eins og Takashimaya á bak við sig.
Steinunn Sigurðardóttir segir það afar mikilvægt fyrir fólk í tískubransanum að fá stóra verslun eins og Takashimaya á bak við sig.

Fatahönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir, sem hlaut nýverið norrænu hönnunarverðlaunin Gínuna, snýr heim frá New York í dag. Þar var hún stödd til að koma haustlínu sinni fyrir í versluninni Takashimaya á Fifth Avenue. „Þeir voru að kynna línuna mína núna á þriðjudaginn,“ útskýrði Steinunn.

„Fyrir fólk í tískubransanum er rosalega mikilvægt að fá stóra verslun eins og Takashimaya á bak við sig, svona upp á kynningu,“ bætti hún við. Fatnaður frá Steinunni hefur áður verið fáanlegur í Bandaríkjunum, en ekki í jafn stórum verslunum og Takashimaya.

Takashimaya er keðja japanskra vöruhúsa. Verslunin í New York er staðsett á Fifth Avenue, og er skipað á sama bás og vöruhúsunum frægu Bloomingdale’s, Bergdorf Goodman og Saks Fifth Avenue.

Lína Steinunnar er kynnt á jarðhæð verslunarinnar, sem Steinunn segir afar gott. „Hún verður þar í þrjár vikur og út alla tískuvikuna í New York,“ sagði Steinunn, sem eins og áður sagði heldur heim í dag. „Svo fer ég aftur út þegar tískuvikan byrjar,“ sagði Steinunn, en merki hennar verður með sýningu á New York Fashion Week. Hún hefst 4. september næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.