Spurningakeppni sveitarfélaga endurvakin í haust 11. júlí 2007 00:45 Dagskrárstjórinn Þórhallur Gunnarsson er farinn að láta til sín taka og hans fyrsta stóra verkefni er spurningakeppni milli sveitarfélaganna. „Þetta er rétt, við verðum með þessa keppni og hún hefst 14. september,“ segir Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri RÚV ohf., en Sjónvarpið hyggst endurvekja spurningakeppni milli 24 stærstu sveitarfélaga landsins. Ómar Ragnarsson stýrði samskonar þætti sem hét Hvað heldurðu í Sjónvarpinu seint á níunda áratugnum. Þegar Ómar færði sig yfir á Stöð 2 hélt hann uppteknum hætti en þá hét þátturinn Landsleikurinn. Í þáttum Ómars sló meðal annars ritstjórinn Illugi Jökulsson rækilega í gegn þegar hann lagði hvern keppinautinn af fætum öðrum í eltingarleik að bjöllunni góðu. Þórhallur vildi ekki gefa upp hverjir myndu sjá um stjórn þáttarins. Hann útilokaði þó að Ómar Ragnarsson myndi endurtaka leikinn. Dagskrárstjórinn reiknaði hins vegar fastlega með því að þátturinn yrði kynntur fyrir starfsmönnum og svo landsmönnum öllum í ágúst þegar flestir væru snúnir til baka eftir sumarfrí. Aðspurður hvort hvert sveitarfélag yrði síðan með skemmtiatriði sagði Þórhallur svo vera. „En fyrst og fremst verður þetta spurningakeppni sveitarfélaganna og barátta þeirra um hvert þeirra sé skemmtilegast og gáfaðast.“ Reykjanesbær hefur augljóslega tekið forystu í þessum málum því á vef Víkurfrétta kemur fram að menningarfulltrúinn auglýsir eftir fólki til að skipa hið þriggja manna lið. Reiknað er með að einn „frægur“ frá bæjarfélaginu taki þátt í keppninni en það getur verið söngvari, leikari eða bara stolt bæjarins. Þetta verður því þriðja spurningakeppnin sem landsmönnum gefst kostur á að sjá í haust. Fyrir eru Meistari Loga Bergmann á Stöð 2 sem fastlega má gera ráð fyrir að snúi aftur á skjáinn og svo auðvitað Gettu betur þar sem menntskælingar etja kappi. Þórhallur telur hins vegar síður en svo komið nóg af spurningakeppnum enda sé þetta einfaldlega eitt skemmtilegasta sjónvarpsefnið sem völ er á. Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
„Þetta er rétt, við verðum með þessa keppni og hún hefst 14. september,“ segir Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri RÚV ohf., en Sjónvarpið hyggst endurvekja spurningakeppni milli 24 stærstu sveitarfélaga landsins. Ómar Ragnarsson stýrði samskonar þætti sem hét Hvað heldurðu í Sjónvarpinu seint á níunda áratugnum. Þegar Ómar færði sig yfir á Stöð 2 hélt hann uppteknum hætti en þá hét þátturinn Landsleikurinn. Í þáttum Ómars sló meðal annars ritstjórinn Illugi Jökulsson rækilega í gegn þegar hann lagði hvern keppinautinn af fætum öðrum í eltingarleik að bjöllunni góðu. Þórhallur vildi ekki gefa upp hverjir myndu sjá um stjórn þáttarins. Hann útilokaði þó að Ómar Ragnarsson myndi endurtaka leikinn. Dagskrárstjórinn reiknaði hins vegar fastlega með því að þátturinn yrði kynntur fyrir starfsmönnum og svo landsmönnum öllum í ágúst þegar flestir væru snúnir til baka eftir sumarfrí. Aðspurður hvort hvert sveitarfélag yrði síðan með skemmtiatriði sagði Þórhallur svo vera. „En fyrst og fremst verður þetta spurningakeppni sveitarfélaganna og barátta þeirra um hvert þeirra sé skemmtilegast og gáfaðast.“ Reykjanesbær hefur augljóslega tekið forystu í þessum málum því á vef Víkurfrétta kemur fram að menningarfulltrúinn auglýsir eftir fólki til að skipa hið þriggja manna lið. Reiknað er með að einn „frægur“ frá bæjarfélaginu taki þátt í keppninni en það getur verið söngvari, leikari eða bara stolt bæjarins. Þetta verður því þriðja spurningakeppnin sem landsmönnum gefst kostur á að sjá í haust. Fyrir eru Meistari Loga Bergmann á Stöð 2 sem fastlega má gera ráð fyrir að snúi aftur á skjáinn og svo auðvitað Gettu betur þar sem menntskælingar etja kappi. Þórhallur telur hins vegar síður en svo komið nóg af spurningakeppnum enda sé þetta einfaldlega eitt skemmtilegasta sjónvarpsefnið sem völ er á.
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira