Við komum hingað fyrst! 8. júlí 2007 06:00 Árið 1978 samþykkti norska Stórþingið með miklum meirihluta að virkja ána Alta. Ljóst var að virkjunin myndi skaða umhverfið, hreindýrarækt og laxveiði auk þess sem stærstu gljúfrum Norður-Evrópu yrði sökkt. Allt að 20.000 manns skráðu sig í Þjóðarhreyfinguna gegn virkjuninni og slagorð mótmælanna var „Vi kom først!“. Árið 1982 var ljóst að stjórnvöld höfðu sigrað í stríðinu um ána og mótmælendur gáfu eftir en virkjunin var gangsett í maí 1987. Tveim árum síðar viðurkenndi þáverandi forsætisráðherra og fyrrum umhverfisráðherra, Gro Harlem Brundtland, að virkjunin hefði verið óþörf og þvinguð fram gegn betri vitund. Nú er ljóst að hún olli óþörfum og óafturkræfum umhverfisspjöllum sem eyðilögðu ómetanlegar auðlindir og að ekki yrði farið í sambærilega byggingu í dag. Á sama tíma byggja Íslendingar Kárahnjúkavirkjun, okkar Alta. Umhverfisverndarsinnar töpuðu baráttunni um Kárahnjúka en önnur barátta er tekin við. Þetta er ekki einungis barátta um umhverfi og framtíð Þjórsár heldur snýr hún að rétti fólks til að hafa áhrif á umhverfi sitt og ákvarðanir stjórnvalda. Lýðræðinu í landinu er ógnað. Aukið vald til innlendra og alþjóðlegra stórfyrirtækja eykur árásir á auðlindir okkar. Togstreitan er á milli ráðandi skammtíma fjárhagslegra viðhorfa og langtíma umhverfis- og samfélagslegra viðhorfa. Milli gróðahyggju og sjálfbærrar þróunar. Náttúruperlur okkar eru verðmætar í sjálfu sér og við höfum hag af því að vernda þær. Ef stefna stjórnvalda og fjárhagslegra hagsmunaaðila nær fram að ganga munu erlend og innlend fyrirtæki, sem hafa það eina markmið að græða sem mest á auðlindum kjördæmisins, bora í sundur Reykjanesskaga, Hellisheiði, virkja Þjórsá og henda upp a.m.k. einni álbræðslu í Þorlákshöfn. Ásókn þeirra sem sjá sér fjárhagslegan ávinning í nýtingu auðlinda okkar hefur aukist og það sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum. Við getum ekki leyft þessa aðför. Ég hvet alla íbúa Suðurkjördæmis til að standa vörð um verðmæti svæðisins. Þetta varðar okkur öll frá Reykjanesi að Vatnajökli. Verndum ímynd Suðurlands, eflum blómlega byggð á grundvelli sjálfbærrar þróunar og heyjum sterka baráttu fyrir kjördæminu okkar. Látum engan hirða af okkur lifibrauðið, við komum hingað fyrst! Höfundur er varaþingkona VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1978 samþykkti norska Stórþingið með miklum meirihluta að virkja ána Alta. Ljóst var að virkjunin myndi skaða umhverfið, hreindýrarækt og laxveiði auk þess sem stærstu gljúfrum Norður-Evrópu yrði sökkt. Allt að 20.000 manns skráðu sig í Þjóðarhreyfinguna gegn virkjuninni og slagorð mótmælanna var „Vi kom først!“. Árið 1982 var ljóst að stjórnvöld höfðu sigrað í stríðinu um ána og mótmælendur gáfu eftir en virkjunin var gangsett í maí 1987. Tveim árum síðar viðurkenndi þáverandi forsætisráðherra og fyrrum umhverfisráðherra, Gro Harlem Brundtland, að virkjunin hefði verið óþörf og þvinguð fram gegn betri vitund. Nú er ljóst að hún olli óþörfum og óafturkræfum umhverfisspjöllum sem eyðilögðu ómetanlegar auðlindir og að ekki yrði farið í sambærilega byggingu í dag. Á sama tíma byggja Íslendingar Kárahnjúkavirkjun, okkar Alta. Umhverfisverndarsinnar töpuðu baráttunni um Kárahnjúka en önnur barátta er tekin við. Þetta er ekki einungis barátta um umhverfi og framtíð Þjórsár heldur snýr hún að rétti fólks til að hafa áhrif á umhverfi sitt og ákvarðanir stjórnvalda. Lýðræðinu í landinu er ógnað. Aukið vald til innlendra og alþjóðlegra stórfyrirtækja eykur árásir á auðlindir okkar. Togstreitan er á milli ráðandi skammtíma fjárhagslegra viðhorfa og langtíma umhverfis- og samfélagslegra viðhorfa. Milli gróðahyggju og sjálfbærrar þróunar. Náttúruperlur okkar eru verðmætar í sjálfu sér og við höfum hag af því að vernda þær. Ef stefna stjórnvalda og fjárhagslegra hagsmunaaðila nær fram að ganga munu erlend og innlend fyrirtæki, sem hafa það eina markmið að græða sem mest á auðlindum kjördæmisins, bora í sundur Reykjanesskaga, Hellisheiði, virkja Þjórsá og henda upp a.m.k. einni álbræðslu í Þorlákshöfn. Ásókn þeirra sem sjá sér fjárhagslegan ávinning í nýtingu auðlinda okkar hefur aukist og það sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum. Við getum ekki leyft þessa aðför. Ég hvet alla íbúa Suðurkjördæmis til að standa vörð um verðmæti svæðisins. Þetta varðar okkur öll frá Reykjanesi að Vatnajökli. Verndum ímynd Suðurlands, eflum blómlega byggð á grundvelli sjálfbærrar þróunar og heyjum sterka baráttu fyrir kjördæminu okkar. Látum engan hirða af okkur lifibrauðið, við komum hingað fyrst! Höfundur er varaþingkona VG í Suðurkjördæmi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun