Við komum hingað fyrst! 8. júlí 2007 06:00 Árið 1978 samþykkti norska Stórþingið með miklum meirihluta að virkja ána Alta. Ljóst var að virkjunin myndi skaða umhverfið, hreindýrarækt og laxveiði auk þess sem stærstu gljúfrum Norður-Evrópu yrði sökkt. Allt að 20.000 manns skráðu sig í Þjóðarhreyfinguna gegn virkjuninni og slagorð mótmælanna var „Vi kom først!“. Árið 1982 var ljóst að stjórnvöld höfðu sigrað í stríðinu um ána og mótmælendur gáfu eftir en virkjunin var gangsett í maí 1987. Tveim árum síðar viðurkenndi þáverandi forsætisráðherra og fyrrum umhverfisráðherra, Gro Harlem Brundtland, að virkjunin hefði verið óþörf og þvinguð fram gegn betri vitund. Nú er ljóst að hún olli óþörfum og óafturkræfum umhverfisspjöllum sem eyðilögðu ómetanlegar auðlindir og að ekki yrði farið í sambærilega byggingu í dag. Á sama tíma byggja Íslendingar Kárahnjúkavirkjun, okkar Alta. Umhverfisverndarsinnar töpuðu baráttunni um Kárahnjúka en önnur barátta er tekin við. Þetta er ekki einungis barátta um umhverfi og framtíð Þjórsár heldur snýr hún að rétti fólks til að hafa áhrif á umhverfi sitt og ákvarðanir stjórnvalda. Lýðræðinu í landinu er ógnað. Aukið vald til innlendra og alþjóðlegra stórfyrirtækja eykur árásir á auðlindir okkar. Togstreitan er á milli ráðandi skammtíma fjárhagslegra viðhorfa og langtíma umhverfis- og samfélagslegra viðhorfa. Milli gróðahyggju og sjálfbærrar þróunar. Náttúruperlur okkar eru verðmætar í sjálfu sér og við höfum hag af því að vernda þær. Ef stefna stjórnvalda og fjárhagslegra hagsmunaaðila nær fram að ganga munu erlend og innlend fyrirtæki, sem hafa það eina markmið að græða sem mest á auðlindum kjördæmisins, bora í sundur Reykjanesskaga, Hellisheiði, virkja Þjórsá og henda upp a.m.k. einni álbræðslu í Þorlákshöfn. Ásókn þeirra sem sjá sér fjárhagslegan ávinning í nýtingu auðlinda okkar hefur aukist og það sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum. Við getum ekki leyft þessa aðför. Ég hvet alla íbúa Suðurkjördæmis til að standa vörð um verðmæti svæðisins. Þetta varðar okkur öll frá Reykjanesi að Vatnajökli. Verndum ímynd Suðurlands, eflum blómlega byggð á grundvelli sjálfbærrar þróunar og heyjum sterka baráttu fyrir kjördæminu okkar. Látum engan hirða af okkur lifibrauðið, við komum hingað fyrst! Höfundur er varaþingkona VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1978 samþykkti norska Stórþingið með miklum meirihluta að virkja ána Alta. Ljóst var að virkjunin myndi skaða umhverfið, hreindýrarækt og laxveiði auk þess sem stærstu gljúfrum Norður-Evrópu yrði sökkt. Allt að 20.000 manns skráðu sig í Þjóðarhreyfinguna gegn virkjuninni og slagorð mótmælanna var „Vi kom først!“. Árið 1982 var ljóst að stjórnvöld höfðu sigrað í stríðinu um ána og mótmælendur gáfu eftir en virkjunin var gangsett í maí 1987. Tveim árum síðar viðurkenndi þáverandi forsætisráðherra og fyrrum umhverfisráðherra, Gro Harlem Brundtland, að virkjunin hefði verið óþörf og þvinguð fram gegn betri vitund. Nú er ljóst að hún olli óþörfum og óafturkræfum umhverfisspjöllum sem eyðilögðu ómetanlegar auðlindir og að ekki yrði farið í sambærilega byggingu í dag. Á sama tíma byggja Íslendingar Kárahnjúkavirkjun, okkar Alta. Umhverfisverndarsinnar töpuðu baráttunni um Kárahnjúka en önnur barátta er tekin við. Þetta er ekki einungis barátta um umhverfi og framtíð Þjórsár heldur snýr hún að rétti fólks til að hafa áhrif á umhverfi sitt og ákvarðanir stjórnvalda. Lýðræðinu í landinu er ógnað. Aukið vald til innlendra og alþjóðlegra stórfyrirtækja eykur árásir á auðlindir okkar. Togstreitan er á milli ráðandi skammtíma fjárhagslegra viðhorfa og langtíma umhverfis- og samfélagslegra viðhorfa. Milli gróðahyggju og sjálfbærrar þróunar. Náttúruperlur okkar eru verðmætar í sjálfu sér og við höfum hag af því að vernda þær. Ef stefna stjórnvalda og fjárhagslegra hagsmunaaðila nær fram að ganga munu erlend og innlend fyrirtæki, sem hafa það eina markmið að græða sem mest á auðlindum kjördæmisins, bora í sundur Reykjanesskaga, Hellisheiði, virkja Þjórsá og henda upp a.m.k. einni álbræðslu í Þorlákshöfn. Ásókn þeirra sem sjá sér fjárhagslegan ávinning í nýtingu auðlinda okkar hefur aukist og það sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum. Við getum ekki leyft þessa aðför. Ég hvet alla íbúa Suðurkjördæmis til að standa vörð um verðmæti svæðisins. Þetta varðar okkur öll frá Reykjanesi að Vatnajökli. Verndum ímynd Suðurlands, eflum blómlega byggð á grundvelli sjálfbærrar þróunar og heyjum sterka baráttu fyrir kjördæminu okkar. Látum engan hirða af okkur lifibrauðið, við komum hingað fyrst! Höfundur er varaþingkona VG í Suðurkjördæmi.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun