Hefði ekki fengið hlutverk í Latabæjarsýningunni sjálfur 2. júlí 2007 05:00 Áheyrnarprufurnar stóðu yfir í heilan dag og kenndi þar margra grasa, meðal annars var fjögurra ára strákur sem vildi leika Sportacus. „Þetta var ótrúlega ánægjulegt og eiginlega bara algjör snilld,“ segir Magnús Scheving en hann var viðstaddur áheyrnarprufur á miðvikudag fyrir Latabæjar-leiksýningu sem setja á upp í London í febrúar á næsta ári. Mikill fjöldi áhugamanna og leikara reyndi fyrir sér í hlutverkum hinna góðkunnu persóna Latabæjar í Criterion-leikhúsinu á West End og sagði Magnús að það væri eiginlega búið að ráða í öll hlutverk nema sjálfan Íþróttaálfinn eða Sportacus eins og hann heitir uppá ensku. Magnús segir að fjöldi karlmanna hafi reynt sig við hlutverkið og að sá yngsti hafi verið fjögurra ára gamall strákur. „Hann var alveg ótrúlega lunkinn og ég stóð á höndum með honum fyrir framan alla,“ segir Magnús en eins og gefur að skilja var hann full lágvaxinn fyrir hlutverkið. Sá elsti var hins vegar fjörutíu og tveggja ára og honum tókst ekki betur til en svo að hann fékk „nei“ eftir aðeins þrjár mínútur. „Þegar hann byrjaði að syngja þá varð flestum ljóst að þetta var ekki rétti maðurinn,“ segir Magnús en meðal áhugasamra voru meðal annars blaðamenn frá The Indipendent og Times. Magnús reiknaði með að ráðið yrði í hlutverkið í þessari viku en segir jafnframt að hann hefði sjálfur ekki hreppt hlutverkið þótt það hefði verið fyrir tíu árum. „Þú mátt ekki vera of vöðvastæltur, þarft þó að geta hreyft þig og geta gert æfingar sem enginn annar getur. Samfara þessu verður þú að geta sungið, leikið og talað við börnin,“ segir Magnús sem telur sig ekki búa yfir tvennu af þessu en vildi ekki gefa upp hvað það væri. „Það ætti hins vegar að liggja í augum uppi.“ Og til að bæta gráu ofan svart fyrir þann leikara sem hreppir hnossið þá þarf hann að vera klæddur í hálfgerðan skíðagalla en búningur Íþróttaálfsins er síður en svo sviðsvænn enda heitur og loftþéttur. „Og leikarinn má hvorki svitna né blása úr nös enda getur Íþróttaálfurinn ekki verið lafmóður.“ Latabæjarsýningin hefur að undanförnu verið að taka Suður-Ameríku með trompi. Var nýlega frumsýnd í Argentínu fyrir fullu húsi og þar er uppselt á allar sýningar. Á næstunni verður hún síðan sett upp í Mexíkó, Chile og Brasilíu. „Það var aðeins auðveldara að finna fólk í hlutverkin þar heldur en í Bretlandi enda eru Bretar síður en svo þekktir á sviði fimleika og liðleika, ólíkt þeim í suðrinu.“ Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Þetta var ótrúlega ánægjulegt og eiginlega bara algjör snilld,“ segir Magnús Scheving en hann var viðstaddur áheyrnarprufur á miðvikudag fyrir Latabæjar-leiksýningu sem setja á upp í London í febrúar á næsta ári. Mikill fjöldi áhugamanna og leikara reyndi fyrir sér í hlutverkum hinna góðkunnu persóna Latabæjar í Criterion-leikhúsinu á West End og sagði Magnús að það væri eiginlega búið að ráða í öll hlutverk nema sjálfan Íþróttaálfinn eða Sportacus eins og hann heitir uppá ensku. Magnús segir að fjöldi karlmanna hafi reynt sig við hlutverkið og að sá yngsti hafi verið fjögurra ára gamall strákur. „Hann var alveg ótrúlega lunkinn og ég stóð á höndum með honum fyrir framan alla,“ segir Magnús en eins og gefur að skilja var hann full lágvaxinn fyrir hlutverkið. Sá elsti var hins vegar fjörutíu og tveggja ára og honum tókst ekki betur til en svo að hann fékk „nei“ eftir aðeins þrjár mínútur. „Þegar hann byrjaði að syngja þá varð flestum ljóst að þetta var ekki rétti maðurinn,“ segir Magnús en meðal áhugasamra voru meðal annars blaðamenn frá The Indipendent og Times. Magnús reiknaði með að ráðið yrði í hlutverkið í þessari viku en segir jafnframt að hann hefði sjálfur ekki hreppt hlutverkið þótt það hefði verið fyrir tíu árum. „Þú mátt ekki vera of vöðvastæltur, þarft þó að geta hreyft þig og geta gert æfingar sem enginn annar getur. Samfara þessu verður þú að geta sungið, leikið og talað við börnin,“ segir Magnús sem telur sig ekki búa yfir tvennu af þessu en vildi ekki gefa upp hvað það væri. „Það ætti hins vegar að liggja í augum uppi.“ Og til að bæta gráu ofan svart fyrir þann leikara sem hreppir hnossið þá þarf hann að vera klæddur í hálfgerðan skíðagalla en búningur Íþróttaálfsins er síður en svo sviðsvænn enda heitur og loftþéttur. „Og leikarinn má hvorki svitna né blása úr nös enda getur Íþróttaálfurinn ekki verið lafmóður.“ Latabæjarsýningin hefur að undanförnu verið að taka Suður-Ameríku með trompi. Var nýlega frumsýnd í Argentínu fyrir fullu húsi og þar er uppselt á allar sýningar. Á næstunni verður hún síðan sett upp í Mexíkó, Chile og Brasilíu. „Það var aðeins auðveldara að finna fólk í hlutverkin þar heldur en í Bretlandi enda eru Bretar síður en svo þekktir á sviði fimleika og liðleika, ólíkt þeim í suðrinu.“
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira