Lífið

Dita strippaði fyrir fræga fólkið

Dita von teese dansaði á einkasýningu þar aðeins valdir einstaklingar fengu að mæta og sjá.
Dita von teese dansaði á einkasýningu þar aðeins valdir einstaklingar fengu að mæta og sjá.

Fatafellan Dita von Teese kom nýlega fram á einkasýningu fyrir fólk eins og Jasmine Guiness, Rosario Dawson, Henry Holland, Gareth Pugh og Steven Tyler. Hún er andlit nýs varalits frá MAC sem nefnist Viva Glam og á sýningunni dansaði hún upp á risastórum þriggja metra háum, dökkbleikum Viva Glam varalit.



Þegar hún mætti á sýninguna var hún afar glæsileg í skósíðum hátískukjól frá Christian Dior en á sviðinu klæddist hún glitrandi bleikum búningi. Einnig bar hún kúrekahátt og tvær byssur eins og alvöru strippari. Viðstaddir voru afar hrifnir af frammistöðu Ditu eftir sýninguna. „Var hún ekki dásamleg?!“ sagði fatahönnuðurinn Henry Holland æstur. „Ég var feginn að fá desert eftir sýninguna. Ég þurfti virkilega súkkulaðismáköku eftir þetta!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.