Lífið

Jim Carrey drekkur stíft

Gamaleikarinn hefur tekið að sér aðalhlutverk í tveimur myndum.
Gamaleikarinn hefur tekið að sér aðalhlutverk í tveimur myndum.

Gamaleikarinn Jim Carrey ætlar að framleiða og leika aðal­hlutverkið í gamanmyndinni Sober Buddies. Fjallar hún um drykkfelldan forstjóra tölvufyrir­tækis sem er fyrir rétti dæmdur til að taka með sér félaga á ráðstefnu í Las Vegas sem á að halda honum frá Bakkusi. Þróast málin þannig að félaginn, sem er leikinn af Carrey, missir sjálfur fótana í drykkjunni og lendir í hinum ýmsu vandræðum.



Carrey hefur einnig tekið að sér aðalhlutverkið í myndinni I Love You Philip Morris, sem fjallar um kvæntan mann sem er dæmdur í fangelsi þar sem hann verður ástfanginn af klefafélaga sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.