Lífið

Stella mótmælir á netinu

Stella McCartney er annt um dýrin og mótmælir illri meðferð á þeim í beinni útsendingu á netinu í júlí.
Stella McCartney er annt um dýrin og mótmælir illri meðferð á þeim í beinni útsendingu á netinu í júlí.

Stella McCartney mun setja á svið fyrstu netmótmæli í heimi gegn pelsum þann 12. júlí næstkomandi. Þá hyggst hún mótmæla notkun á dýrafeldi í tískuheiminum en þetta gerir hún í samvinnu við PETA dýraverndunarsamtökin.



„Við erum alltaf að leita að nýjum aðferðum til þess að vekja athygli á þessu málefni og þeirri slæmu meðferð sem viðgengst á svokölluðum feld-býlum.



Við stukkum því á tækifærið þegar Stella kom með þessa hugmynd,“ sagði Ingrid Newkirk forseti PETA.



Þeir sem heimsækja síðuna munu eiga kost á að finna upp á slagorði í anda fyrri slagorða PETA og sigurvegarinn verður valinn af McCartney sjálfri,“ sagði Ingrid en í fyrstu verðlaun eru miðar á tískusýningu Stellu fyrir sumarið 2008 í París.



Slóðin á heimasíðuna er www.secondlife.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.