Innlent

Burns fundar með íslenskum ráðamönnum

MYND/Stöð 2

Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í gærkvöldi í heimsókn til Íslands í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra.

Mun hann í dag setjast til vinnuhádegisverðar í Ráðherrabústaðnum með utanríkisráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra. Þar verða rædd samskipti Íslands og Bandaríkjanna og helstu alþjóðamál.

Stefna nýrrar stjórnar vegna stríðsrekstrarins í Írak mun væntanlega verða ofarlega á dagskrá á fundinum og auk þess nýleg ummæli Burns um að Bandaríkjamenn hafi óyggjandi sannanir fyrir því að Íranar hafi útvegað talibönum í Afganistan vopn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×