Pálmi fékk framsóknarvönd 30. júní 2007 01:30 Stórleikarinn Pálmi Gestsson jafnar sig nú á bæklunardeild Landspítalans. Með honum á myndinni er sonurinn Mímir Bjarki, sjö ára. Í baksýn sést svo framsóknargræni rósavöndurinn. Fréttablaðið/GVA „Ég ligg nú bara að mestu fyrir, það er ekki glæsilegt upplitið á manni,“ segir Pálmi Gestsson leikari sem jafnar sig nú eftir slys sem hann varð fyrir í hestaferð í byrjun vikunnar. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá lenti Pálmi á óþekkri meri sem lék hann svo grátt að lífbeinið gliðnaði um 2-3 sentímetra. Hann fór í kjölfarið í aðgerð þar sem mjaðmagrindin var spennt saman. „En það væsir ekki um mann hér. Starfsfólkið er alveg yndislegt og þær dekra við mann, stelpurnar. Maður er bara eins og þjóðhöfðingi,“ segir Pálmi um aðbúnaðinn á spítalanum. Í gær var Pálmi þegar farinn að ganga nokkur skref um gangana í göngugrind, fyrsta skrefið í endurhæfingu sem tekur um 6-8 vikur. „Svo kemur þetta bara rólega,“ segir Pálmi sem þegar hefur sett sér það markmið að vera orðinn góður þegar hreindýraveiðitímabilið hefst í ágúst. Hann er í það minnsta fullviss um að vera orðinn góður þegar Spaugstofan fer í loftið í september. Athygli vakti hjá gestum sem heimsóttu Pálma á spítalann í gær að við rúmstokkinn stóð glæsilegur blómvöndur með grænum rósum. Höfðu einhverjir á orði að vöndurinn hlyti að vera gjöf frá Framsóknarflokknum, en Pálmi hefur sem kunnugt er verið duglegur að sækja sér efnivið til liðsmanna þess flokks. „Það hafa verið einhverjar getgátur um það að vöndurinn sé frá Framsóknarflokknum. Ég vil sjálfur sem minnst um það segja,“ segir Pálmi. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
„Ég ligg nú bara að mestu fyrir, það er ekki glæsilegt upplitið á manni,“ segir Pálmi Gestsson leikari sem jafnar sig nú eftir slys sem hann varð fyrir í hestaferð í byrjun vikunnar. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá lenti Pálmi á óþekkri meri sem lék hann svo grátt að lífbeinið gliðnaði um 2-3 sentímetra. Hann fór í kjölfarið í aðgerð þar sem mjaðmagrindin var spennt saman. „En það væsir ekki um mann hér. Starfsfólkið er alveg yndislegt og þær dekra við mann, stelpurnar. Maður er bara eins og þjóðhöfðingi,“ segir Pálmi um aðbúnaðinn á spítalanum. Í gær var Pálmi þegar farinn að ganga nokkur skref um gangana í göngugrind, fyrsta skrefið í endurhæfingu sem tekur um 6-8 vikur. „Svo kemur þetta bara rólega,“ segir Pálmi sem þegar hefur sett sér það markmið að vera orðinn góður þegar hreindýraveiðitímabilið hefst í ágúst. Hann er í það minnsta fullviss um að vera orðinn góður þegar Spaugstofan fer í loftið í september. Athygli vakti hjá gestum sem heimsóttu Pálma á spítalann í gær að við rúmstokkinn stóð glæsilegur blómvöndur með grænum rósum. Höfðu einhverjir á orði að vöndurinn hlyti að vera gjöf frá Framsóknarflokknum, en Pálmi hefur sem kunnugt er verið duglegur að sækja sér efnivið til liðsmanna þess flokks. „Það hafa verið einhverjar getgátur um það að vöndurinn sé frá Framsóknarflokknum. Ég vil sjálfur sem minnst um það segja,“ segir Pálmi.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira