Lífið

Hara-systir stjórnar sjónvarpsþætti

Rakel næstum því komin í draumastarfið en hún mun kynna vinsældarlista Skífunnar á Sirkus og Popp TV.
Rakel næstum því komin í draumastarfið en hún mun kynna vinsældarlista Skífunnar á Sirkus og Popp TV.

Rakel Magnúsdóttir úr Hara-flokknum hefur verið ráðin til starfa hjá sjónvarpsstöðvunum Sirkus og Popp TV. Þar mun söngkonan kynna tíu vinsælustu lög Skífunnar og jafnvel bregða á leik með áhorfendum. Rakel var að vonum spennt fyrir nýja starfinu enda segist hún lengi hafa gengið með þann draum í maganum að komast í sjónvarp.

„Fyrst langaði mig reyndar til að verða sá sem lýsir íþróttarleikjum en svo síðar sá ég mig ekki í því. En svo hef ég alltaf alið með mér þá von að geta orðið fréttakona sem segir fréttir af málefnum líðandi stundar. Og einhvers staðar verður maður byrja,“ segir Rakel sem reiknaði ekki með því að leita ráða hjá X-Factor kynninum Höllu Vilhjálmsdóttur fyrir útsendingar. „Nei, en ég gæti þurft að tala við einhverja af þessum útvarpsmönnum til að fá upplýsingar um hin og þessi poppfræði,“ bætir Rakel við.

Söngkona segist vera hálfhissa á öllum þeim hurðum sem þátttakan í sjónvarpsþáttunum hefur opnað. „Þetta hefur vissulega komið okkur skemmtilega á óvart,“ segir Rakel.

Rakel og systir hennar Hildur hafa verið á þönum síðan að þær höfnuðu í öðru sæti X-Factor þáttar Stöðvar 2. Rakel segir þær vera spenntar fyrir framhaldinu því nokkrir hlutir séu í farvatninu. „Við höfum verið í upptökum á nýju lagi sem vonandi kemur út sem fyrst,“ segir Rakel og upplýsir einnig að einhverjar þreifingar séu um að gefa út plötu í jólaflóðinu sívinsæla. Þá hafi þær sungið bakraddir á nýju plötunni hans Páls Óskars Hjálmtýssonar en hann var sem kunnugt er lærifaðir þeirra í þáttunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.