Lofræður um landið víða að finna á netinu 25. júní 2007 07:00 Nýnasistar um allan heim lofa Ísland, Íslendinga og íslenska menningu. Nýnasistar elska Ísland og víða á netsvæðum þeirra má sjá vefsíður og spjallsíður þar sem landið er lofað af meðlimum nýnasista víða í heiminum. Á Stormfront.org mátti meðal annars finna 919 tengla um Ísland sem höfðu verið settir inn á þessu ári. Og þar komu fram hugmyndir um að fjárfesta í bönkum á borð við Glitni og Kaupþing. Jafnframt var lýst yfir áhyggjum yfir stöðu innflytjendamála og ást Íslendinga á evrópskri og bandarískri menningu. „Þeir eiga æðstu menninguna en hafa ekki verið duglegir við að rækta hana,“ skrifar einn notandi. Þá er það talið landinu til tekna að hér sé lítið um litað fólk og að gyðingar séu fámennur minnihlutahópur. Ef til vill eru það engar nýjar fréttir að nasistar og þeir sem aðhyllast „vald hvíta mannsins“ skuli lofsyngja Ísland. Adolf Hitler og nasistarnir í þriðja ríki Þýskalands voru ákaflega hrifnir af landi og þjóð og fornri sögu landsins. Töldu að hér þrifist hinn hreini aríakynstofn. Ekki á íslandi Einar Skúlason segist ekki hafa orðið var við nýnasista á Íslandi. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, sagðist ekki hafa orðið var við nærveru erlendra nýnasista en kannaðist vissulega við skrifin á netinu um Ísland. „Þessi menn hafa fengið þessa flugu í hausinn að Íslendingar væru hrein þjóð,“ segir Einar og bætir því að þeir þyrftu ekki annað en fara á Þjóðminjasafnið og kynna sér fyrsta landnámsmanninn sem er töluvert frábrugðinn Íslendingum í dag. Einar telur helstu forvörnina gegn slíkum hópum vera fræðslu og aftur fræðslu. „Við þurfum að leggja meiri áherslu á að fræða fólk um fordóma og gera það færara í menningarfærni,“ segir Einar og bætir því við að þau í Alþjóðahúsinu hafi ekki upplifað skipulagða nýnasistastarfsemi á Íslandi. „Þetta hefur ekki komið til skoðunar hjá okkur en þetta væri vissulega eitthvað sem við myndum skoða ef það færi að bera slíku hér á landi,“ segir Ásgeir Karlsson hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra. Hann sagði lögregluna hér á landi ekki hafa orðið vara við skipulagða starfsemi á borð við þá sem nýnasistar úti í heimi halda í heiðri. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Nýnasistar elska Ísland og víða á netsvæðum þeirra má sjá vefsíður og spjallsíður þar sem landið er lofað af meðlimum nýnasista víða í heiminum. Á Stormfront.org mátti meðal annars finna 919 tengla um Ísland sem höfðu verið settir inn á þessu ári. Og þar komu fram hugmyndir um að fjárfesta í bönkum á borð við Glitni og Kaupþing. Jafnframt var lýst yfir áhyggjum yfir stöðu innflytjendamála og ást Íslendinga á evrópskri og bandarískri menningu. „Þeir eiga æðstu menninguna en hafa ekki verið duglegir við að rækta hana,“ skrifar einn notandi. Þá er það talið landinu til tekna að hér sé lítið um litað fólk og að gyðingar séu fámennur minnihlutahópur. Ef til vill eru það engar nýjar fréttir að nasistar og þeir sem aðhyllast „vald hvíta mannsins“ skuli lofsyngja Ísland. Adolf Hitler og nasistarnir í þriðja ríki Þýskalands voru ákaflega hrifnir af landi og þjóð og fornri sögu landsins. Töldu að hér þrifist hinn hreini aríakynstofn. Ekki á íslandi Einar Skúlason segist ekki hafa orðið var við nýnasista á Íslandi. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, sagðist ekki hafa orðið var við nærveru erlendra nýnasista en kannaðist vissulega við skrifin á netinu um Ísland. „Þessi menn hafa fengið þessa flugu í hausinn að Íslendingar væru hrein þjóð,“ segir Einar og bætir því að þeir þyrftu ekki annað en fara á Þjóðminjasafnið og kynna sér fyrsta landnámsmanninn sem er töluvert frábrugðinn Íslendingum í dag. Einar telur helstu forvörnina gegn slíkum hópum vera fræðslu og aftur fræðslu. „Við þurfum að leggja meiri áherslu á að fræða fólk um fordóma og gera það færara í menningarfærni,“ segir Einar og bætir því við að þau í Alþjóðahúsinu hafi ekki upplifað skipulagða nýnasistastarfsemi á Íslandi. „Þetta hefur ekki komið til skoðunar hjá okkur en þetta væri vissulega eitthvað sem við myndum skoða ef það færi að bera slíku hér á landi,“ segir Ásgeir Karlsson hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra. Hann sagði lögregluna hér á landi ekki hafa orðið vara við skipulagða starfsemi á borð við þá sem nýnasistar úti í heimi halda í heiðri.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira