Paul Potts ætlar í tannréttingar fyrir sigurlaunin 19. júní 2007 06:45 Paul Potts hefur poppstjörnuútlitið ekki með sér en hyggst nota peningana sem hann fékk fyrir sigurinn til að bæta úr því. Símasölumaðurinn Paul Potts frá Wales bar sigur úr býtum í Britain"s got talent raunveruleikaþættinum í Bretlandi sem lauk á sunnudagskvöldið. Hinn 36 ára gamli Potts sló í gegn með flutningi sínum á Nessun Dorma fyrr í þáttaröðinni sem hann síðan endurflutti í sjálfum lokaþættinum. 12,1 milljón Breta stilltu á ITV-sjónvarpsstöðina til að horfa á lokaþáttinn og rúmlega tvær milljónir atkvæða bárust. Svo fór að Potts hafði betur í baráttu við sex aðra keppendur sem fóru alla leið í úrslitaþáttinn, þar á meðal hina sex áru gömlu Conny Talbot sem talin var helsti keppinautur Potts. „Ég er ennþá að bíða eftir því að einhver klípi mig og segi mér að mig hafi verið að dreyma. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að ég hafi unnið keppnina,“ segir Potts, en hann fékk 100 þúsund pund, rúmar 12 milljónir króna, fyrir sigurinn. Hluta af sigurlaununun hyggst hann nota til að borga skuldir en Potts er einnig harðákveðinn í að rétta í sér tennurnar - sem er eitthvað sem hann hefur ekki haft efni á hingað til. „Svo væri gaman að gera eitthvað fyrir konuna mína. Ætli við förum ekki í Safari-ferð til Afríku,“ segir Potts, en henni kynntist hann á spjallsíðu á internetinu. Simon Cowell sat í dómnefnd þáttarins og lét hann hafa eftir sér að upptökur á fyrstu plötu Potts myndu hefjast í næstu viku. Jafnframt sagði Cowell að Britain"s got talent væri besti raunveruleikaþáttur sem hann hefði nokkru sinni tekið þátt í. „Paul Potts er ástæðan fyrir því að ég er í svona þáttum,“ sagði Cowell. Þrátt fyrir sigurinn og miklar væntingar dómnefndar um frægð og frama útilokar Potts ekki að halda starfi sínu hjá Carphone-símafyrirtækinu í Wales. „Ég er í ábyrgðarstöðu á lagernum og fyrirtækið þarf á mér að halda. En ég held að enginn búist samt við mér aftur. Við sjáum hvernig þetta fer á næstu dögum og vikum,“ sagði Potts, ábyrgðin uppmáluð. Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Símasölumaðurinn Paul Potts frá Wales bar sigur úr býtum í Britain"s got talent raunveruleikaþættinum í Bretlandi sem lauk á sunnudagskvöldið. Hinn 36 ára gamli Potts sló í gegn með flutningi sínum á Nessun Dorma fyrr í þáttaröðinni sem hann síðan endurflutti í sjálfum lokaþættinum. 12,1 milljón Breta stilltu á ITV-sjónvarpsstöðina til að horfa á lokaþáttinn og rúmlega tvær milljónir atkvæða bárust. Svo fór að Potts hafði betur í baráttu við sex aðra keppendur sem fóru alla leið í úrslitaþáttinn, þar á meðal hina sex áru gömlu Conny Talbot sem talin var helsti keppinautur Potts. „Ég er ennþá að bíða eftir því að einhver klípi mig og segi mér að mig hafi verið að dreyma. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að ég hafi unnið keppnina,“ segir Potts, en hann fékk 100 þúsund pund, rúmar 12 milljónir króna, fyrir sigurinn. Hluta af sigurlaununun hyggst hann nota til að borga skuldir en Potts er einnig harðákveðinn í að rétta í sér tennurnar - sem er eitthvað sem hann hefur ekki haft efni á hingað til. „Svo væri gaman að gera eitthvað fyrir konuna mína. Ætli við förum ekki í Safari-ferð til Afríku,“ segir Potts, en henni kynntist hann á spjallsíðu á internetinu. Simon Cowell sat í dómnefnd þáttarins og lét hann hafa eftir sér að upptökur á fyrstu plötu Potts myndu hefjast í næstu viku. Jafnframt sagði Cowell að Britain"s got talent væri besti raunveruleikaþáttur sem hann hefði nokkru sinni tekið þátt í. „Paul Potts er ástæðan fyrir því að ég er í svona þáttum,“ sagði Cowell. Þrátt fyrir sigurinn og miklar væntingar dómnefndar um frægð og frama útilokar Potts ekki að halda starfi sínu hjá Carphone-símafyrirtækinu í Wales. „Ég er í ábyrgðarstöðu á lagernum og fyrirtækið þarf á mér að halda. En ég held að enginn búist samt við mér aftur. Við sjáum hvernig þetta fer á næstu dögum og vikum,“ sagði Potts, ábyrgðin uppmáluð.
Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning