Innlent

Konum fjölgar ekki á Alþingi í vor

Konum á þingi mun heldur fækka en fjölga í vor, miðað við framkomna lista og nýjustu skoðanakannanir. Staðan er nokkuð jöfn á höfuðborgarsvæðinu en aðeins í Norðaustur kjördæmi er útlit fyrir jafnt kynjahlutfall.

Íslenskar konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi til Alþingis fyrir 92 árum, en hefur hins vegar ekki vegnað sérstaklega vel í þingkosningum síðan eins og hér má sjá.

Konur á þingi urðu flestar 22, árið 1999 eða 35% af 63 þingmönnum. 19 voru kosnar á þing síðast, en hefur fjölgað um fjórar á kjörtímabilinu, þar sem konur í varasætum hafa tekið við af þingmönnum sem hafa hætt.

Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur hjá Félagsvísindastofnun Háskólans segir að sé miðað við skoðannakannanir, framkomna framboðslista og aðrar vísbendingar megi reikna út að líklega nái 21 kona kjöri í vor og þær verði eftir sem áður um þriðjungur þingmanna.

Á höfuðborgarsvæði virðist staða kvenna miðað við þetta ætla að verða sterkari en staða þeirra á landsbyggðinni ef undan er skilið norðausturkjördæmi þar sem konur gætu orðið helmingur þingmanna. Í Norðvestur kjördæmi komast þó líklega aðeins tvær konur á þing og aðeins ein í Suðurkjördæmi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×