Innlent

Stjórnarandstaðan hótar málþófi alla næstu viku

Stjórnarandstaðan á Alþingi hótar því að taka alla næstu viku undir umræður um Ríkisútvarpsfrumvarpið eftir að stjórnarmeirihlutinn hafnaði boði um að fresta gildistöku laganna fram yfir þingkosningar. Stjórnarþingmenn segja að Alþingi sé haldið í gíslingu með grímulausu málþófi. Sálfræðistríðið milli stjórnar og stjórnarandstöðu heldur áfram á Alþingi.

Milli maraþonræðna um frumvarpið nýta stjórnarandstöðuþingmenn hvert tækifæri til að fara í ræðustól undir því yfirskyni að ræða um störf þingsins og fundarstjórn forseta. Frammíköll og bjöllusláttur eru áberandi. Stjórnarþingmenn segja nóg komið og Guðjón Ólafur Jónsson segir þjóðina hlæja að stjórnarandstöðunni.Hann segir að þessari stóru brandarakeppni stjórnarandstöðunnar sé nú lokið.



Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar, segir grímulaust málþóf hafa staðið yfir alla vikuna og fólki sé misboðið. Stjórnarandstaðan hefði hneppt Alþingi Íslendinga í gíslingu. Alþingi væri stórskaðað af framkomu stjórnarandstæðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×