Frí gisting um allan heim 10. júní 2007 11:00 Haukur Sigurðsson notar heimasíðuna hospitality club til að spara pening og kynnast heimamönnum á ferðalögum. Það er sama hvert þig langar að fara. Til Tansaníu, Tælands eða Tyrklands, já eða bara í helgarferð til New York, á heimasíðunni Hospitalityclub.org finnurðu fólk sem vill hýsa þig frítt, bjóða þér í mat eða sýna þér borgina. „Ég vil meina að þetta sé eina alvöru leiðin til að ferðast ef maður vill ferðast lengi og eyða sem minnstum pening,“ segir Haukur Sigurðsson sem notar heimasíðuna Hospitalityclub.org grimmt. „Þetta er miklu skemmtilegra en að vera á hótelum eða hostelum og hitta bara einhverja Ameríkana. Bæði endist peningurinn tíu sinnum lengur og svo er þetta líka miklu skemmtilegra. Maður hittir hressa heimamenn og kynnist betur menningunni.“Fólk frá 207 löndumHosptialityclub.org er heimasíða sem fólk getur skráð sig inn á til að útvega sér ókeypis gistingu í heimahúsum um allan heim. Fólk er skráð þar frá 207 löndum þannig að um margt er að velja.Síðan er þannig upp byggð að fólk skráir sig inn og gefur upplýsingar um sjálft sig svo sem aldur, kyn, búsetu og annað. Hvort það er í aðstöðu til að hýsa aðra eða bara bjóða í mat eða kynnisferð um borgina. Eftir innskráninguna getur maður leitað uppi fólk úti um allan heim sem er í sömu hugleiðingum og er tilbúið að opna heimilið sitt fyrir ferðalöngum.Góð reynsla notenda„Ég er búinn að vera skráður þarna í rúm tvö ár og hef notað síðuna mjög mikið. Ég hef gist hjá fólki úti um alla Evrópu og mín reynsla af þessu er eingöngu jákvæð.“Haukur hefur hitt marga sem nota þessa heimasíðu, bæði stelpur og stráka, og enginn þeirra hefur slæma sögu að segja.Haukur hefur þó lent á nokkrum furðufuglum á ferðum sínum. „Það er stundum eitthvað sem er pínlegt á meðan á því stendur en verður svo góð saga eftir á. Í versta falli býr maður bara til afsökun til að fara næsta dag og finnur sér nýjan gestgjafa.“Þægindin mega bíða.Flestir notenda síðunnar eru á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára en þó er fólk þarna allt frá unglingum til eldri borgara.Þegar Haukur er búinn að ákveða áfangastað fer hann á síðuna og skoði „prófíla“ fólksins í viðkomandi bæ eða borg og finni fólk sem honum líst á. Þá sendir hann nokkrum póst og fær nær alltaf jákvætt svar frá einhverjum þeirra. „Þetta er sjaldnast nein fimm stjörnu gisting, heldur yfirleitt pláss í stofusófa eða dýna á gólfi. En það er bara fínt, ég þarf ekki þægindi fyrr en ég verð orðinn gamall.“ segir Haukur að lokum. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira
Það er sama hvert þig langar að fara. Til Tansaníu, Tælands eða Tyrklands, já eða bara í helgarferð til New York, á heimasíðunni Hospitalityclub.org finnurðu fólk sem vill hýsa þig frítt, bjóða þér í mat eða sýna þér borgina. „Ég vil meina að þetta sé eina alvöru leiðin til að ferðast ef maður vill ferðast lengi og eyða sem minnstum pening,“ segir Haukur Sigurðsson sem notar heimasíðuna Hospitalityclub.org grimmt. „Þetta er miklu skemmtilegra en að vera á hótelum eða hostelum og hitta bara einhverja Ameríkana. Bæði endist peningurinn tíu sinnum lengur og svo er þetta líka miklu skemmtilegra. Maður hittir hressa heimamenn og kynnist betur menningunni.“Fólk frá 207 löndumHosptialityclub.org er heimasíða sem fólk getur skráð sig inn á til að útvega sér ókeypis gistingu í heimahúsum um allan heim. Fólk er skráð þar frá 207 löndum þannig að um margt er að velja.Síðan er þannig upp byggð að fólk skráir sig inn og gefur upplýsingar um sjálft sig svo sem aldur, kyn, búsetu og annað. Hvort það er í aðstöðu til að hýsa aðra eða bara bjóða í mat eða kynnisferð um borgina. Eftir innskráninguna getur maður leitað uppi fólk úti um allan heim sem er í sömu hugleiðingum og er tilbúið að opna heimilið sitt fyrir ferðalöngum.Góð reynsla notenda„Ég er búinn að vera skráður þarna í rúm tvö ár og hef notað síðuna mjög mikið. Ég hef gist hjá fólki úti um alla Evrópu og mín reynsla af þessu er eingöngu jákvæð.“Haukur hefur hitt marga sem nota þessa heimasíðu, bæði stelpur og stráka, og enginn þeirra hefur slæma sögu að segja.Haukur hefur þó lent á nokkrum furðufuglum á ferðum sínum. „Það er stundum eitthvað sem er pínlegt á meðan á því stendur en verður svo góð saga eftir á. Í versta falli býr maður bara til afsökun til að fara næsta dag og finnur sér nýjan gestgjafa.“Þægindin mega bíða.Flestir notenda síðunnar eru á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára en þó er fólk þarna allt frá unglingum til eldri borgara.Þegar Haukur er búinn að ákveða áfangastað fer hann á síðuna og skoði „prófíla“ fólksins í viðkomandi bæ eða borg og finni fólk sem honum líst á. Þá sendir hann nokkrum póst og fær nær alltaf jákvætt svar frá einhverjum þeirra. „Þetta er sjaldnast nein fimm stjörnu gisting, heldur yfirleitt pláss í stofusófa eða dýna á gólfi. En það er bara fínt, ég þarf ekki þægindi fyrr en ég verð orðinn gamall.“ segir Haukur að lokum.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira