Fótboltabullan biður Dani afsökunar 5. júní 2007 09:45 Ljóst þykir að margir vilja vinna honum mein, manninum sem ruddist inn á völlinn í leik Svía og Danmerkur um helgina. Hann hefur flúið í sumarhús á afskekktum stað í Danmörku. MYND/AFP Hataðasti maður Danmerkur um þessar mundir, fótboltabullan sem hljóp inn á Parken undir lok leiks Dana og Svía í undankeppni EM og réðst á dómarann, hefur beðist afsökunar á athæfi sínu og biður dönsku þjóðina að fyrirgefa sér. Maðurinn, sem kallaður er „R“ í dönskum fjölmiðlum, segist miður sín vegna framkomu sinnar, sem hann man þó ekkert eftir vegna ölvunar. Yfirvöld hafa skipað fjölmiðlum að gefa nafn mannsins ekki upp af ótta við hefndaraðgerðir almennings. Aðeins er vitað að árásarmaðurinn er 29 ára gamall Dani sem býr í Svíþjóð. „Ég vill biðja alla Dani afsökunar. Ég eyðilagði stórkostlegt kvöld fyrir mörgum löndum mínum og ég eyðilagði möguleika landsliðsins á að komast á lokakeppni EM. Ég er miður mín,“ sagði maðurinn í samtali við Ekstrabladet í Danmörku, en hann réðst á dómarann Herbert Flandel á síðustu mínútu leiks Dana og Svía um helgina, þegar staðan var 3-3. Flandel flautaði leikinn af í kjölfarið og Svíum var dæmdur 3-0 sigur. „Fólk í Danmörku hatar mig. Í Svíþjóð er ég álitinn vitleysingur. Mér líður ömurlega,“ segir maðurinn enn fremur. Hann vill þó meina að hann hafi aldrei ætlað að ganga eins langt og hann gerði. „Ég man að ég reiddist við ákvörðun dómarans og æstist upp. Síðan er allt svart. Ég man ekki eftir atvikinu og ég trúi varla að ég hafi gert þetta. Ég hef aldrei hagað mér svona og allir sem þekkja mig geta vottað það.“Óttast um líf mannsinsDönsk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af öryggi mannsins og telja að bitrir stuðningsmenn landsliðsins muni leggja ýmislegt á sig til að vinna honum mein. Því hefur allt kapp verið lagt á að halda nafni hans og öðrum persónulegum upplýsingum leyndum.Sá fjölmiðill sem birtir nafn mannsins á yfir höfði sér þunga refsingu, að því er yfirvöld í Danmörku hafa ákveðið, en þó þykir líklegt að gerð verði grein fyrir manninum á netinu innan tíðar. Og þá er fjandinn laus, að því er maðurinn segir. Hann hefur þegar fengið nokkrar morðhótanir frá aðilum sem gátu borið kennsl á hann af sjónvarpsmyndunum. „Ég er mjög hræddur og vil ekki að fólk finni mig,“ segir maðurinn, sem tekið hefur sumarhús á leigu á afskekktum stað og mun halda sig þar næstu vikur og jafnvel mánuði.„Ég hef varpað kjarnorkusprengju á sjálfan mig. Allir í kringum mig þjást vegna heimskupara minna en ég finn stuðning. Kærastan mín segir að hún elski mig jafn mikið og áður.“ Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
Hataðasti maður Danmerkur um þessar mundir, fótboltabullan sem hljóp inn á Parken undir lok leiks Dana og Svía í undankeppni EM og réðst á dómarann, hefur beðist afsökunar á athæfi sínu og biður dönsku þjóðina að fyrirgefa sér. Maðurinn, sem kallaður er „R“ í dönskum fjölmiðlum, segist miður sín vegna framkomu sinnar, sem hann man þó ekkert eftir vegna ölvunar. Yfirvöld hafa skipað fjölmiðlum að gefa nafn mannsins ekki upp af ótta við hefndaraðgerðir almennings. Aðeins er vitað að árásarmaðurinn er 29 ára gamall Dani sem býr í Svíþjóð. „Ég vill biðja alla Dani afsökunar. Ég eyðilagði stórkostlegt kvöld fyrir mörgum löndum mínum og ég eyðilagði möguleika landsliðsins á að komast á lokakeppni EM. Ég er miður mín,“ sagði maðurinn í samtali við Ekstrabladet í Danmörku, en hann réðst á dómarann Herbert Flandel á síðustu mínútu leiks Dana og Svía um helgina, þegar staðan var 3-3. Flandel flautaði leikinn af í kjölfarið og Svíum var dæmdur 3-0 sigur. „Fólk í Danmörku hatar mig. Í Svíþjóð er ég álitinn vitleysingur. Mér líður ömurlega,“ segir maðurinn enn fremur. Hann vill þó meina að hann hafi aldrei ætlað að ganga eins langt og hann gerði. „Ég man að ég reiddist við ákvörðun dómarans og æstist upp. Síðan er allt svart. Ég man ekki eftir atvikinu og ég trúi varla að ég hafi gert þetta. Ég hef aldrei hagað mér svona og allir sem þekkja mig geta vottað það.“Óttast um líf mannsinsDönsk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af öryggi mannsins og telja að bitrir stuðningsmenn landsliðsins muni leggja ýmislegt á sig til að vinna honum mein. Því hefur allt kapp verið lagt á að halda nafni hans og öðrum persónulegum upplýsingum leyndum.Sá fjölmiðill sem birtir nafn mannsins á yfir höfði sér þunga refsingu, að því er yfirvöld í Danmörku hafa ákveðið, en þó þykir líklegt að gerð verði grein fyrir manninum á netinu innan tíðar. Og þá er fjandinn laus, að því er maðurinn segir. Hann hefur þegar fengið nokkrar morðhótanir frá aðilum sem gátu borið kennsl á hann af sjónvarpsmyndunum. „Ég er mjög hræddur og vil ekki að fólk finni mig,“ segir maðurinn, sem tekið hefur sumarhús á leigu á afskekktum stað og mun halda sig þar næstu vikur og jafnvel mánuði.„Ég hef varpað kjarnorkusprengju á sjálfan mig. Allir í kringum mig þjást vegna heimskupara minna en ég finn stuðning. Kærastan mín segir að hún elski mig jafn mikið og áður.“
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira