Næsta Flateyri? 1. júní 2007 06:00 Harkaleg átök eru framundan um Vinnslustöðina, einn stærsta einstaka vinnuveitanda í Vestmannaeyjum. Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir í Stillu ehf. hafa lagt fram yfirtökutilboð í fyrirtækið. Eyjamenn gera sér vel grein fyrir alvöru málsins, enda á Vinnslustöðin umtalsverðar aflaheimildir og hverfi þær úr bænum verður það gríðarleg blóðtaka fyrir samfélagið. Huggun harmi gegnBenedikt Jóhannsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins skrifaði nýlega um hagræðingu í íslenskum sjávarútvegi. Niðurstaða hans var að staðan í sjávarútveginum væri eðlileg hagræðing sem kæmi þjóðarbúinu mjög vel. Íbúar þeirra byggðarlaga sem verða að gjalda fyrir aukna hagsæld þjóðarinnar ættu bágt, en fólk yrði bara að hafa í huga að hagræðingarferlið myndi ekki vara að eilífu. Þetta er ekki mikil huggun harmi gegn fyrir íbúa sjávarbyggða. Dýrkeypt Heimamenn ætla sér að berjast en ljóst er að slagurinn verður þeim dýrkeyptur. Þurfi þeir að kaupa upp 50% hlutabréfa Vinnslustöðvarinnar á meira en 8,5 á hlut, mun það kosta þá að lágmarki 6,5 milljarða króna. Og þeir peningar eru ekki ókeypis. Þurfi að taka alla þá peninga að láni kostar hvert vaxtaprósent 65 milljónir króna á ári og þá á eftir að borga af lánunum. Takist heimamönnum að fjármagna þessi kaup má því búast við að þeir muni greiða sér arð úr félaginu sem nemur að lágmarki vaxtagreiðslum og afborgunum af þessum lánum, og þeir peningar verða ekki notaðir í fjárfestingar í Eyjum. Ljóst er því að óháð því hver vinnur kapphlaupið um Vinnslustöðina, á það eftir að verða félaginu dýrt. Og Eyjamönnum öllum. Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Harkaleg átök eru framundan um Vinnslustöðina, einn stærsta einstaka vinnuveitanda í Vestmannaeyjum. Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir í Stillu ehf. hafa lagt fram yfirtökutilboð í fyrirtækið. Eyjamenn gera sér vel grein fyrir alvöru málsins, enda á Vinnslustöðin umtalsverðar aflaheimildir og hverfi þær úr bænum verður það gríðarleg blóðtaka fyrir samfélagið. Huggun harmi gegnBenedikt Jóhannsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins skrifaði nýlega um hagræðingu í íslenskum sjávarútvegi. Niðurstaða hans var að staðan í sjávarútveginum væri eðlileg hagræðing sem kæmi þjóðarbúinu mjög vel. Íbúar þeirra byggðarlaga sem verða að gjalda fyrir aukna hagsæld þjóðarinnar ættu bágt, en fólk yrði bara að hafa í huga að hagræðingarferlið myndi ekki vara að eilífu. Þetta er ekki mikil huggun harmi gegn fyrir íbúa sjávarbyggða. Dýrkeypt Heimamenn ætla sér að berjast en ljóst er að slagurinn verður þeim dýrkeyptur. Þurfi þeir að kaupa upp 50% hlutabréfa Vinnslustöðvarinnar á meira en 8,5 á hlut, mun það kosta þá að lágmarki 6,5 milljarða króna. Og þeir peningar eru ekki ókeypis. Þurfi að taka alla þá peninga að láni kostar hvert vaxtaprósent 65 milljónir króna á ári og þá á eftir að borga af lánunum. Takist heimamönnum að fjármagna þessi kaup má því búast við að þeir muni greiða sér arð úr félaginu sem nemur að lágmarki vaxtagreiðslum og afborgunum af þessum lánum, og þeir peningar verða ekki notaðir í fjárfestingar í Eyjum. Ljóst er því að óháð því hver vinnur kapphlaupið um Vinnslustöðina, á það eftir að verða félaginu dýrt. Og Eyjamönnum öllum. Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar