Lífið

Innlent efni aukið

Fyndnasti maður Íslands sýnir grínatriði á heimasíðunni kvikmynd.is.
Fyndnasti maður Íslands sýnir grínatriði á heimasíðunni kvikmynd.is.

Heimasíðan kvikmynd.is, sem nýtur sívaxandi vinsælda, hefur aukið til muna áherslu sína á íslenska þætti. „Við sendum út bréf á dögunum og auglýstum eftir þáttum og þáttagerðarfólki og fengum fín viðbrögð. Þetta er allt í raun hluti af þeim viðbrögðum,“ segir Þóroddur Bjarnason, annar eigenda kvikmynd.is.

Á meðal þátta á síðunni eru 3. hæð til vinstri, Sleepless in Reykjavík, eftir Gunnar Guðbjörnsson þar sem íslenskar þungarokksveitir eru í brennidepli, og grínatriði eftir Þórhall Þórhallsson, fyndnasta mann Íslands. Auk þess er hægt að sjá þætti á borð við Game TV og Sigtið á síðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.