Lífið

Reykingar kvaddar með stæl

Margir gleðjast yfir fyrirhuguðu reykleysi veitingahúsa en aðrir bölvast yfir því.
Margir gleðjast yfir fyrirhuguðu reykleysi veitingahúsa en aðrir bölvast yfir því.

Forráðamenn veitinga- og skemmtistaða landsins munu margir hverjir eyða deginum í að syrgja reykingar, en sem kunnugt er verða þær bannaðar á slíkum vettvangi frá og með morgundeginum. Margir staðir keppast því við að tæma sígarettulagerinn og hafa sumir þeirra tekið upp á því að vera með eins konar reykingaþema í dag.

Þannig verður til dæmis sérlegt vindlakvöld á Argentínu steikhúsi í kvöld þar sem vindlar verða seldir á heildsöluverði. „Smokey and the Bandit“ verður yfirskrift dagsins á Prikinu en þar verður sígaretta í boði á gjafvirði eftir hverja máltíð. Forráðamenn staðarins hyggjast einnig spila lagið „Smoke on the Water“ af miklum móð.

Þá stendur útvarpsþátturinn Capone fyrir „Reykingakveðju-poolmóti“, eins og það er orðað í tilkynningu, á Áttunni í Hafnarfirði. Þeir sem taka þátt fá ókeypis sígarettur og sigurvegarinn hlýtur sígarettukarton í tugatali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.